Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 11:32 Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun