Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 12:00 Þegar ný ríkisstjórn kemur til starfa er mjög freistandi að halda að það skapist forsendur til að umbreyta öll því sem áður hefur verið gert. Svo má í það minnsta lesa í fréttaflutning Kristjáns Más Unnarssonar blaðamanns í frétt á Stöð 2 og Vísi þann 30. janúar síðastliðinn í frétt sem ber yfirheitið „Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu“ þar sem blaðamaður leyfir sér að túlka frjálslega orð nýs ráðherra um næstu jarðgögn. En hafa skal það sem rétt reynist og blaðamenn ættu að gæta að hlutleysi í fréttaflutningi. Ráðherra samgöngumála Eyjólfur Ármansson hefur sagt að jarðgagnaáætlun, sem er hluti af samgönguáætlun, yrði á þingmálaskrá í haust. Um röðun jarðgangna ætlar ráðherra ekkert að gefa út fyrr en áætlunin verði kynnt. Burtséð frá því hvað ráðherra vill gefa mikið út um samgönguáætlun á sínum fyrstu dögum þá skal því haldið til haga að í 3 kafla stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að ríkisstjórnin muni rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð. Ljóst er að leggja þarf fram fjármálaáætlun á næstu vikum og í henni kemur í ljós hvort fjármagn verði sett í jarðgangnagerð á Íslandi á kjörtímabilinu. Verði svo, er ljóst að Fjarðarheiðargöng eru einu gögnin sem eru tilbúin, fullhönnuð og bíða útboðs og hefur Vegagerðin nú sett um 600 milljónir í hönnun þeirra. Önnur göng verða hreinlega ekki tilbúin til útboðs á þessu kjörtímabili. Förum yfir tímalínu jarðgagnagerðar. Umhverfismat og jarðfræðirannsóknir taka almennt 2 ár, hönnun er unnin samhliða rannsóknum og tekur um 3-4 ár og er skipulagsvinna unnin samhliða. Þá tekur við útboðsferill sem getur tekið um ár. Glöggir lesendur sjá, jú 4-5 ár fram að fyrstu skóflustungu en þá bætist við verktími, sem yfirleitt er nokkur ár, Gerð Fjarðarheiðarganga tekur til að mynda um 7 ár. Sjá má að ansi langur tími líður frá hugmynd á blaði í samgönguáætlun og fram að því að spenntur ráðherra getur klippt á borða og hleypt umferð um göngin. Gildandi samgönguáætlun 2020-2034 segir til um að í framhaldi af Fjarðaheiðargöngum eigi að fara í göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (Seyðisfjarðargöng) og þaðan yfir á Norðfjörð (Mjóafjarðargöng). Svokölluð hringtenging Austurlands. Því skal haldið hér til haga að vilji meirihluta samgöngunefndar við samþykkt samgönguáætlunar árið 2020 var skýr, hefja ætti rannsóknir og hönnun á Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöngum um leið og vinna við Fjarðarheiðargöng myndi hefjast. Það var svikið í þeirri tillögu að samgönguáætlun sem lögð var fram á vorþingi 2024. Þegar slá á ryki í augu okkar vongóðra sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu nauðsynlegra samgönguinnviða er vísað til ósamstöðu innan landshlutans. Því er ekki fyrir að fara heldur hefur fólk hér einfaldlega ekki trú á því að við munum fá öll þau jarðgöng sem okkur hefur verið lofað og veldur það togstreitu sem nærir einhverja blaðamenn. Sveitarstjórnir á öllu Austurlandi samþykktu í byrjun þessa kjörtímabils svæðisskipulag það sem fram kemur að áhersla verði lögð á að byggja Fjarðarheiðargöng, Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng með það að markmiði að hringtengja miðsvæði Austurlands. Vert er að bæta við að samkvæmt efnahagsgreiningu sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi lét vinna kemur fram að Austfirðingar, sem eru 2,9% af heildarmannfjölda Íslands, skapa nær fjórðung útflutningstekna (af vöruútflutningi). Þannig má segja að hver Austfirðingur framleiði tífalt á við aðra í landinu. Til að halda áfram og auka verðmætasköpun landshlutans þurfum við á hringtengingunni að halda. Við ráðherra vil ég segja, kæri ráðherra samgöngumála, ég hvet þig að hafa hringtengingu Austurlands áfram í forgangi í jarðgangnamálum líkt og er í gildandi samgönguáætlun og að hefja útboð á Fjarðaheiðargöngum sem fyrst. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn kemur til starfa er mjög freistandi að halda að það skapist forsendur til að umbreyta öll því sem áður hefur verið gert. Svo má í það minnsta lesa í fréttaflutning Kristjáns Más Unnarssonar blaðamanns í frétt á Stöð 2 og Vísi þann 30. janúar síðastliðinn í frétt sem ber yfirheitið „Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu“ þar sem blaðamaður leyfir sér að túlka frjálslega orð nýs ráðherra um næstu jarðgögn. En hafa skal það sem rétt reynist og blaðamenn ættu að gæta að hlutleysi í fréttaflutningi. Ráðherra samgöngumála Eyjólfur Ármansson hefur sagt að jarðgagnaáætlun, sem er hluti af samgönguáætlun, yrði á þingmálaskrá í haust. Um röðun jarðgangna ætlar ráðherra ekkert að gefa út fyrr en áætlunin verði kynnt. Burtséð frá því hvað ráðherra vill gefa mikið út um samgönguáætlun á sínum fyrstu dögum þá skal því haldið til haga að í 3 kafla stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að ríkisstjórnin muni rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð. Ljóst er að leggja þarf fram fjármálaáætlun á næstu vikum og í henni kemur í ljós hvort fjármagn verði sett í jarðgangnagerð á Íslandi á kjörtímabilinu. Verði svo, er ljóst að Fjarðarheiðargöng eru einu gögnin sem eru tilbúin, fullhönnuð og bíða útboðs og hefur Vegagerðin nú sett um 600 milljónir í hönnun þeirra. Önnur göng verða hreinlega ekki tilbúin til útboðs á þessu kjörtímabili. Förum yfir tímalínu jarðgagnagerðar. Umhverfismat og jarðfræðirannsóknir taka almennt 2 ár, hönnun er unnin samhliða rannsóknum og tekur um 3-4 ár og er skipulagsvinna unnin samhliða. Þá tekur við útboðsferill sem getur tekið um ár. Glöggir lesendur sjá, jú 4-5 ár fram að fyrstu skóflustungu en þá bætist við verktími, sem yfirleitt er nokkur ár, Gerð Fjarðarheiðarganga tekur til að mynda um 7 ár. Sjá má að ansi langur tími líður frá hugmynd á blaði í samgönguáætlun og fram að því að spenntur ráðherra getur klippt á borða og hleypt umferð um göngin. Gildandi samgönguáætlun 2020-2034 segir til um að í framhaldi af Fjarðaheiðargöngum eigi að fara í göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (Seyðisfjarðargöng) og þaðan yfir á Norðfjörð (Mjóafjarðargöng). Svokölluð hringtenging Austurlands. Því skal haldið hér til haga að vilji meirihluta samgöngunefndar við samþykkt samgönguáætlunar árið 2020 var skýr, hefja ætti rannsóknir og hönnun á Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöngum um leið og vinna við Fjarðarheiðargöng myndi hefjast. Það var svikið í þeirri tillögu að samgönguáætlun sem lögð var fram á vorþingi 2024. Þegar slá á ryki í augu okkar vongóðra sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu nauðsynlegra samgönguinnviða er vísað til ósamstöðu innan landshlutans. Því er ekki fyrir að fara heldur hefur fólk hér einfaldlega ekki trú á því að við munum fá öll þau jarðgöng sem okkur hefur verið lofað og veldur það togstreitu sem nærir einhverja blaðamenn. Sveitarstjórnir á öllu Austurlandi samþykktu í byrjun þessa kjörtímabils svæðisskipulag það sem fram kemur að áhersla verði lögð á að byggja Fjarðarheiðargöng, Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng með það að markmiði að hringtengja miðsvæði Austurlands. Vert er að bæta við að samkvæmt efnahagsgreiningu sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi lét vinna kemur fram að Austfirðingar, sem eru 2,9% af heildarmannfjölda Íslands, skapa nær fjórðung útflutningstekna (af vöruútflutningi). Þannig má segja að hver Austfirðingur framleiði tífalt á við aðra í landinu. Til að halda áfram og auka verðmætasköpun landshlutans þurfum við á hringtengingunni að halda. Við ráðherra vil ég segja, kæri ráðherra samgöngumála, ég hvet þig að hafa hringtengingu Austurlands áfram í forgangi í jarðgangnamálum líkt og er í gildandi samgönguáætlun og að hefja útboð á Fjarðaheiðargöngum sem fyrst. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmis.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun