Sport

Fyrsti sitjandi for­setinn á Super Bowl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Donald Trump er mikill íþróttaáhugamaður og vanur því að sækja stóra íþróttaviðburði í Bandaríkjunum.
Donald Trump er mikill íþróttaáhugamaður og vanur því að sækja stóra íþróttaviðburði í Bandaríkjunum. vísir/getty

Donald Trump verður í New Orleans um helgina er úrslitaleikur NFL-deildarinnar, Super Bowl, fer þar fram.

Trump verður fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna sem mætir á leikinn. Áður hafa þrír sitjandi varaforsetar mætt á Super Bowl.

Öryggisráðstafanir voru þegar mjög miklar á leiknum og sérstaklega eftir hryðjuverkaárásina á Bourbon Street á dögunum er maður keyrði niður fólk á frægustu götu borgarinnar. Með komu Trump verða þær eðlilega mun meiri.

Leikurinn er á milli Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Chiefs hefur unnið Super Bowl síðustu tvö ár og getur orðið fyrsta liðið í sögu deildarinnar sem vinnur þrjú ár í röð.

Þessi stóri viðburður verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun klukkan 22.00 á sunnudag.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×