Í tilkynningu frá almannavörnum segir að óvissustig gildi frá og með klukkan 12:00 í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Þangað til annað kemur í ljós.
„Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar http://www.vedur.is. Auk þess er hægt að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar http://www.umferdin.is.
Veðrinu sem er spáð getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum og getur valdið tjóni. Einnig getur það haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og í lofti.
Næsta sólarhringinn er ekkert ferðaverður og fólk beðið um að fylgjast vel með á vef Veðurstofunnar.
Samfélagsleg áhrif á almenning
- Ekkert ferðaveður
- Raskanir á samgöngum
- Foktjón líklegt
- Útlit fyrir vatnavexti
- Snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir í tilkynningunni.