Innlent

Truflanir víða og Holta­vörðu­heiði lokað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hundaeigendur eru vanir því að viðra dýrin sín í öllum veðrum eins og þessi fyrir hádegi við Ægissíðu.
Hundaeigendur eru vanir því að viðra dýrin sín í öllum veðrum eins og þessi fyrir hádegi við Ægissíðu. vísir/vilhelm

Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.

Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. 

Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15.

  • Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug.
  • Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu.
  • Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki.
  • Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik.
  • Varað er við eldingahættu í dag.
  • Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags.
  • Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu.

Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×