Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 13:26 Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Fyrir aftan má sjá trjágróðurinn í Öskjuhlíð og flugbrautina sem verður lokað frá og með laugardegi. Stefán Ingvarsson Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. „Þetta mun rýra rekstraröryggi flugvallarins um 25 prósent þar sem Isavia hefur gefið út tölur um að braut 13/31 er í notkun 25 prósent af tímanum,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair á Akureyri, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Austur/vestur-braut flugvallarins verður lokað frá og með laugardegi, samkvæmt tilskipun sem Samgöngustofa sendi Isavia í gærkvöldi. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki uppfyllt kröfur um að trjágróður í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranafleti, skuli felldur. Frá Akureyrarflugvelli. Sjúkraflug gegnir lykilhlutverki í að koma slösuðu fólki og sjúklingum af landsbyggðinni með sem skjótustum hætti á sjúkrahús í Reykjavík.Vísir „Ég bara biðla til allra þeirra sem stýra þessu, það er borgarstjórnar, innviðaráðherra, Samgöngustofu, Isavia, að setjast niður og leysa þetta mál. Þetta má bara ekki gerast. Það er verið að setja… - það er verið að raska heilbrigðiskerfinu verulega í landinu og stofna lífi landsmanna í hættu. Við erum ítrekað búnir að lenda í því að við erum að koma inn til Reykjavíkur með fólk í alvarlegu ástandi, fólk í hjartastoppi, inn í aðflugi inn á braut í Reykjavík. Ekki setja okkur í þessa stöðu. Leysið þetta. Fellið þessi tré sem þarf að fella og það strax,“ segir flugrekstrarstjóri Norlandair, í viðtali sem heyra má hér: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 „Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Sjá meira
„Þetta mun rýra rekstraröryggi flugvallarins um 25 prósent þar sem Isavia hefur gefið út tölur um að braut 13/31 er í notkun 25 prósent af tímanum,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair á Akureyri, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Austur/vestur-braut flugvallarins verður lokað frá og með laugardegi, samkvæmt tilskipun sem Samgöngustofa sendi Isavia í gærkvöldi. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki uppfyllt kröfur um að trjágróður í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranafleti, skuli felldur. Frá Akureyrarflugvelli. Sjúkraflug gegnir lykilhlutverki í að koma slösuðu fólki og sjúklingum af landsbyggðinni með sem skjótustum hætti á sjúkrahús í Reykjavík.Vísir „Ég bara biðla til allra þeirra sem stýra þessu, það er borgarstjórnar, innviðaráðherra, Samgöngustofu, Isavia, að setjast niður og leysa þetta mál. Þetta má bara ekki gerast. Það er verið að setja… - það er verið að raska heilbrigðiskerfinu verulega í landinu og stofna lífi landsmanna í hættu. Við erum ítrekað búnir að lenda í því að við erum að koma inn til Reykjavíkur með fólk í alvarlegu ástandi, fólk í hjartastoppi, inn í aðflugi inn á braut í Reykjavík. Ekki setja okkur í þessa stöðu. Leysið þetta. Fellið þessi tré sem þarf að fella og það strax,“ segir flugrekstrarstjóri Norlandair, í viðtali sem heyra má hér:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 „Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Sjá meira
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
„Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43