Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Árni Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2025 18:32 Justin James átti stórleik í kvöld. Vísir / Anton Brink Álftanes steig stórt skref frá botnbaráttunni og í áttina að úrslitakeppninni með því að leggja Hauka af velli í 17. umferð Bónus deildar karla. Frábær fjórði leikhluti skildi að eftir leik sem var í jafnvægi. Lokatölur 107-90. Leikurinn hófst í jafnvægi, sem átti eftir að einkenna meirihluta leiksins, en það voru heimamenn í Álftanesi sem tóku fyrst völdin á vellinum. Þeir komust yfir og voru í hinni svokölluðu seilingarfjarlægð frá andstæðingunum. Þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta var staðan 20-13 fyrir heimamenn en þá kveiktu Haukar á sér og jöfnuðu metin í 20-20. Svo var skipst á körfum og Justin James lokaði leikhlutanum á að setja víti þannig að staðan var 23-22. Dúi milli steins og sleggju.Vísir / Anton Brink Aftur náðu Álftnesingar tökum á leiknum. Byrjuðu mun betur og náðu að auka muninn í átta stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þá kveiktu Haukar aftur á sér, vörðust mikið betur, hleyptu Álftnesingum og Justin James sérstaklega ekki í sínar aðgerðir og drógu heimamenn nær sér. Seppe Despalier setti niður þrjá þrista með skömmu milli og leikurinn jafn þegar mínúta var eftir af hálfleiknum. Þá var aftur skipst á körfum en Haukar í þetta sinn sem voru stigi yfir þegar gengið var til hálfleiks. Staðan 50-51 fyrir þá rauðklæddu. Klonaras í baráttunni.Vísir / Anton Brink Þriðji leikhluti var í algjöru jafnvægi. Varnir góðar svo voru sóknir góðar. Álftnesingar náðu sex stig forskoti um miðjan þriðja leikhluta en Haukar voru fljótir að naga það forskot niður. Það sem var öðruvísi í þriðja leikhluta var að Álftnesingar náðu að enda betur og fara inn í fjórða leikhluta með fjögurra stiga forskot 77-73. David Okeke var flottur á báðum endum vallarins, hér er skot varið af offorsi.Vísir / Anton Brink Þá var kné látið fylgja kviði og Álftanes rúllaði upp fjórða leikhluta. Vörnin varð hörð, sóknin mjúk og flæðandi og þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 91-78 og hlutirnir farnir að líta vel út fyrir heimamenn. Haukar reyndu hvað þeir gátu en ekkert gekk sóknarlega. Hörður Axel og Dúi Þór dúndruðu niður þristum og leiknum var þá formlega lokið og lauk í stöðunni 107-90. Álftanes vann lokaleikhlutann 30-17 og síðustu fjögur stig Hauka voru algjör sárabótarstig í lokin þannig að útlitið var svartara. Seppe D'espallier að troða sárabóta stigum í sarpinn.Vísir / Anton Brink Atvik leiksins Allur fjórði leikhluti hlýtur þessa nafnbót. Eins og áður sagði var leikurinn í góðu jafnvægi fram að 31. mínútu en þá tóku Álftanes öll völd og rúlluðu yfir Hauka. Stjörnur og skúrkar Engir skúrkar í þessum leik sem var vel leikinn. Justin James var stigahæstur Álftnesinga og þegar hann fékk sitt pláss þá héldu honum engin bönd. James skoraði 26 stig og var með 66% skotnýtingu. Frábær leikur. Þá verður að nefna Lukas Palyza sem er nýkominn til liðs við Álftanes. Tékkinn er skotóður og setti niður fimm þriggja stiga körfur í sex tilraunum og endaði með 19 stig. Þetta er vopn sem á eftir að nýtast Álftnesingum heldur betur vel og skapa pláss fyrir aðra leikmenn. Lukas Palyza átti mjög góð fyrstu kynni.Vísir / Anton Brink Hjá Haukum voru Seppe og Verplancken stigahæstir með 20 stig en það voru framlög úr mörgum áttum Haukamegin og það verður að segjast að íslensku strákarnir eru ekki hræddir við að skjóta hjá Haukum. David Okeke að sturta knettinum ofan í.Vísir / Anton Brink Dómararnir Stundum voru teknar skrítnar ákvarðanir og hallaði heldur á heimamenn í undarlegheitunum. Það hafði samt engin úrslitaáhrif en þeir fá ekki meira en sex í einkunn. Baráttan var mikil á köflum.Vísir / Anton Brink Umgjörð og stemmning Allt upp á 10 í Kaldalóns höllinni. Vel mætt og vel látið í sér heyra allan tímann hjá báðum fylkingum. Friðrik Ingi: Óðagot á köflum Friðrik Ingi sagði að mikill lærdómur væri í þessum leik.Vísir / Anton Brink Eftir þrjá flotta leikhluta þá misstu Haukar leikinn í kvöld úr höndunum og þjálfarinn var með útskýringar á reiðum höndum varðandi hvað fór úrskeiðis. „Við missum pínu sjálfstraust, þeir finna lyktina og ganga á lagið. Það komu stórar körfur frá þeim og við misstum máttinn og urðu litlir og náðum ekki að að vaxa með þessu og þora að vera til. Við verðum að læra af þessu.“ Friðrik gat ekki talað um allt tímabilið en hann var spurður hvort að þetta væri vandamál liðsins. Þ.e.a.s. að þeir missa leiki úr höndunum í lok þeirra. „Ég get ekki tjáð mig um það hvernig þetta var fyrir áramót. Ég hef verið mjög ánægður með hópinn og það er góður andi í liðinu en ég er meðvitaður um að það vantar meiri reynslu á ákveðnum tímapunktum til að halda meiri ró. Það er svolítið um óðagot á köflum, þar sem við gerum hlutina of flókna og eitthvað sem við ráðum ekki við. Við þurfum að gera hlutina meira saman á öllum stundum. Það er eitthvað sem við verðum að gera. Við lærum af þessu.“ „Við náðum allavega þremur fínum leikhlutum á erfiðum útivelli og það er lærdómur þar sem er býsna mikilvægur. Leikmenn horfumst í augu við það og áttum okkur á því hvað það er sem við þurfum að gera til að halda okkur inn í hlutum. Um leið og þú ferð að gera hluti sem þú ræður ekki við á ákveðnum tímapunktum ef getan er ekki til staðar að gera einhverjar krúsidúllur þá verða menn að gera hlutina saman bæði í vörn og sókn. Það er fullt af jákvæðum hlutum líka í þessu, það er alveg klárt“, sagði Friðrik um hvað væri jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Í lokin var Friðrik spurður að því hvernig hann liti á framhaldið því stigunum í pottinum færi fækkandi. „Bara áfram barátta. Auðvitað er það erfitt þegar staðan er svört og einhverjir búnir fyrir löngu að dæma liðið niður. Auðvitað reynir það á sálartetrið. Við þurfum einhvernveginn að finna djúpt inni einhvern neista. Lífið heldur áfram, það verður annað tímabil, það eru leikmenn hérna með mikla framtíð fyrir sér og við verðum að átta okkur á því að þeir þurfa að gera sig gildandi. Þetta er ekki síðasti leikurinn og ekki síðasta tímabilið. Við þurfum að finna leiðir til að vera samkeppnishæfir og mæta í alla leiki til að spila vel frá upphafi til enda.“ Bónus-deild karla Haukar UMF Álftanes
Álftanes steig stórt skref frá botnbaráttunni og í áttina að úrslitakeppninni með því að leggja Hauka af velli í 17. umferð Bónus deildar karla. Frábær fjórði leikhluti skildi að eftir leik sem var í jafnvægi. Lokatölur 107-90. Leikurinn hófst í jafnvægi, sem átti eftir að einkenna meirihluta leiksins, en það voru heimamenn í Álftanesi sem tóku fyrst völdin á vellinum. Þeir komust yfir og voru í hinni svokölluðu seilingarfjarlægð frá andstæðingunum. Þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta var staðan 20-13 fyrir heimamenn en þá kveiktu Haukar á sér og jöfnuðu metin í 20-20. Svo var skipst á körfum og Justin James lokaði leikhlutanum á að setja víti þannig að staðan var 23-22. Dúi milli steins og sleggju.Vísir / Anton Brink Aftur náðu Álftnesingar tökum á leiknum. Byrjuðu mun betur og náðu að auka muninn í átta stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þá kveiktu Haukar aftur á sér, vörðust mikið betur, hleyptu Álftnesingum og Justin James sérstaklega ekki í sínar aðgerðir og drógu heimamenn nær sér. Seppe Despalier setti niður þrjá þrista með skömmu milli og leikurinn jafn þegar mínúta var eftir af hálfleiknum. Þá var aftur skipst á körfum en Haukar í þetta sinn sem voru stigi yfir þegar gengið var til hálfleiks. Staðan 50-51 fyrir þá rauðklæddu. Klonaras í baráttunni.Vísir / Anton Brink Þriðji leikhluti var í algjöru jafnvægi. Varnir góðar svo voru sóknir góðar. Álftnesingar náðu sex stig forskoti um miðjan þriðja leikhluta en Haukar voru fljótir að naga það forskot niður. Það sem var öðruvísi í þriðja leikhluta var að Álftnesingar náðu að enda betur og fara inn í fjórða leikhluta með fjögurra stiga forskot 77-73. David Okeke var flottur á báðum endum vallarins, hér er skot varið af offorsi.Vísir / Anton Brink Þá var kné látið fylgja kviði og Álftanes rúllaði upp fjórða leikhluta. Vörnin varð hörð, sóknin mjúk og flæðandi og þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 91-78 og hlutirnir farnir að líta vel út fyrir heimamenn. Haukar reyndu hvað þeir gátu en ekkert gekk sóknarlega. Hörður Axel og Dúi Þór dúndruðu niður þristum og leiknum var þá formlega lokið og lauk í stöðunni 107-90. Álftanes vann lokaleikhlutann 30-17 og síðustu fjögur stig Hauka voru algjör sárabótarstig í lokin þannig að útlitið var svartara. Seppe D'espallier að troða sárabóta stigum í sarpinn.Vísir / Anton Brink Atvik leiksins Allur fjórði leikhluti hlýtur þessa nafnbót. Eins og áður sagði var leikurinn í góðu jafnvægi fram að 31. mínútu en þá tóku Álftanes öll völd og rúlluðu yfir Hauka. Stjörnur og skúrkar Engir skúrkar í þessum leik sem var vel leikinn. Justin James var stigahæstur Álftnesinga og þegar hann fékk sitt pláss þá héldu honum engin bönd. James skoraði 26 stig og var með 66% skotnýtingu. Frábær leikur. Þá verður að nefna Lukas Palyza sem er nýkominn til liðs við Álftanes. Tékkinn er skotóður og setti niður fimm þriggja stiga körfur í sex tilraunum og endaði með 19 stig. Þetta er vopn sem á eftir að nýtast Álftnesingum heldur betur vel og skapa pláss fyrir aðra leikmenn. Lukas Palyza átti mjög góð fyrstu kynni.Vísir / Anton Brink Hjá Haukum voru Seppe og Verplancken stigahæstir með 20 stig en það voru framlög úr mörgum áttum Haukamegin og það verður að segjast að íslensku strákarnir eru ekki hræddir við að skjóta hjá Haukum. David Okeke að sturta knettinum ofan í.Vísir / Anton Brink Dómararnir Stundum voru teknar skrítnar ákvarðanir og hallaði heldur á heimamenn í undarlegheitunum. Það hafði samt engin úrslitaáhrif en þeir fá ekki meira en sex í einkunn. Baráttan var mikil á köflum.Vísir / Anton Brink Umgjörð og stemmning Allt upp á 10 í Kaldalóns höllinni. Vel mætt og vel látið í sér heyra allan tímann hjá báðum fylkingum. Friðrik Ingi: Óðagot á köflum Friðrik Ingi sagði að mikill lærdómur væri í þessum leik.Vísir / Anton Brink Eftir þrjá flotta leikhluta þá misstu Haukar leikinn í kvöld úr höndunum og þjálfarinn var með útskýringar á reiðum höndum varðandi hvað fór úrskeiðis. „Við missum pínu sjálfstraust, þeir finna lyktina og ganga á lagið. Það komu stórar körfur frá þeim og við misstum máttinn og urðu litlir og náðum ekki að að vaxa með þessu og þora að vera til. Við verðum að læra af þessu.“ Friðrik gat ekki talað um allt tímabilið en hann var spurður hvort að þetta væri vandamál liðsins. Þ.e.a.s. að þeir missa leiki úr höndunum í lok þeirra. „Ég get ekki tjáð mig um það hvernig þetta var fyrir áramót. Ég hef verið mjög ánægður með hópinn og það er góður andi í liðinu en ég er meðvitaður um að það vantar meiri reynslu á ákveðnum tímapunktum til að halda meiri ró. Það er svolítið um óðagot á köflum, þar sem við gerum hlutina of flókna og eitthvað sem við ráðum ekki við. Við þurfum að gera hlutina meira saman á öllum stundum. Það er eitthvað sem við verðum að gera. Við lærum af þessu.“ „Við náðum allavega þremur fínum leikhlutum á erfiðum útivelli og það er lærdómur þar sem er býsna mikilvægur. Leikmenn horfumst í augu við það og áttum okkur á því hvað það er sem við þurfum að gera til að halda okkur inn í hlutum. Um leið og þú ferð að gera hluti sem þú ræður ekki við á ákveðnum tímapunktum ef getan er ekki til staðar að gera einhverjar krúsidúllur þá verða menn að gera hlutina saman bæði í vörn og sókn. Það er fullt af jákvæðum hlutum líka í þessu, það er alveg klárt“, sagði Friðrik um hvað væri jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Í lokin var Friðrik spurður að því hvernig hann liti á framhaldið því stigunum í pottinum færi fækkandi. „Bara áfram barátta. Auðvitað er það erfitt þegar staðan er svört og einhverjir búnir fyrir löngu að dæma liðið niður. Auðvitað reynir það á sálartetrið. Við þurfum einhvernveginn að finna djúpt inni einhvern neista. Lífið heldur áfram, það verður annað tímabil, það eru leikmenn hérna með mikla framtíð fyrir sér og við verðum að átta okkur á því að þeir þurfa að gera sig gildandi. Þetta er ekki síðasti leikurinn og ekki síðasta tímabilið. Við þurfum að finna leiðir til að vera samkeppnishæfir og mæta í alla leiki til að spila vel frá upphafi til enda.“