Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. febrúar 2025 14:31 Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum. Við hjá Afstöðu erum í þeirri stöðu að berjast fyrir hagsmunum hópa sem almennt eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálafólki og mál sem við höfum reynt að setja á oddinn hafa oftar en ekki fengið að sitja á hakanum. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þeirra mála, tékklisti kannski eða jafnvel tossalisti, og þætti okkur vænt um að þið öll mynduð renna yfir hann. Þau ykkar sem valdið hafa mættuð jafnvel taka hann til gagngerrar skoðunar. Stefna í fangelsismálum Eitt helsta baráttumál Afstöðu frá stofnun félagsins hefur verið að fá stjórnvöld til að setja heildarstefnu í fangelsismálum. Þá er fyrir fullt og allt hægt að skilja við refsistefnuna sem fylgt hefur þjóðinni frá landnámi og sett hefur margan svartan blettinn á sögu Íslands. Ekki þarf að finna upp hjólið í þessum efnum því að öll Norðurlöndin önnur hafa tekið upp betrunarstefnu (eða endurhæfingarstefnu). Það er mat Afstöðu að kyrrstaða, ef ekki afturför, mun ríkja í málaflokknum þar til heildarstefna verður mörkuð. Launamál og dagpeningar Hér um að ræða deilumál tveggja ráðuneyta sem nær allt aftur til aldamóta. Að mati Afstöðu er kominn tími til að forsætisráðuneytið taki að sér yfirstjórn fangelsismála og höggvi á þennan hnút. Föngum skulu vera greidd laun í samræmi við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu til þess að þeir geti öðlast réttinda, greitt skaðabætur, meðlög, sektir, og fangelsiskostnað. Þegar allt kemur til alls þá mun þetta hafa mjög góð áhrif á samfélagið. Þá hafa dagpeningar fanga ekki hækkað frá 1.janúar 2006 eða í næstum 20 ár. Tryggingamál Annað deilumál sem forsætisráðuneytið ætti að leysa úr. Fangar eru ekki slysatryggðir við vinnu sína sem gengur í berhögg við ákvæði Evrópsku fangelsisreglnanna. Ítrekað hefur verið bent á þetta í gegnum árin en ekki hefur verið vilji hjá stjórnvöldum til að bæta úr. Félagsþjónusta sveitarfélaga Sveitarfélögin neita föngum um fjárhagsaðstoð á þeirri forsendu að þeir séu á framfæri ríkisins. Umboðsmaður alþingis hefur verið þessu ósammála og bent á að samkvæmt lögum eigi fangar rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta hefur verið sagt á gráu svæði í mörg ár og aldrei nokkuð gert til þess að rétta hlut fanga. Það er kominn tími til. Verknám Íslendingar væru mun ríkari af iðnaðarmönnum ef stjórnvöld hefðu brugðist við hinum og þessum skýrslum starfshópa undanfarin ár, alls kyns áskorunum og jafnvel tilboðum um úrbætur. Mennt er máttur og lykilþáttur í endurhæfingu er fjölbreytt námsframboð. Áhugi núll. Því þarf að breyta. Upp með skýrslurnar. Tannlækningar Tannheilsa fanga er slæm og hefur versnað mikið undanfarinn áratug. Allt til ársins 2008 gátu fangar fengið styrk til tannviðgerða en tennurnar fengu að fjúka í hinu svokallaða hruni. Sveitarfélögin veita ekki styrki, sbr. gráa svæðið, og fangar geta ekki staðið undir kostnaði sjálfir. Nauðsynlegt er að gera úttekt á tannheilsu fanga og bregðast við. Upplýsingatækni Árið 2005 notuðu 45% þjóðarinnar Textavarpið oftar en fimm sinnum í viku. Í dag eru það eingöngu um áttatíu fangar á Litla-Hrauni. Sömu fangar hafa ekki aðgang að rafrænum skilríkjum og geta ekki notað þá þjónustu sem öðrum þegnum ríkisins þykir sjálfsögð og nauðsynleg. Afstaða var langt á veg komin með verkefni sem snerist um að spjaldtölvuvæða fangelsin með aðstoða fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt hefur gefið góða raun í öryggisfangelsum í Bandaríkjunum en þykir of framúrstefnulegt á Eyrarbakka. Því mætti auðveldlega breyta. Hér hefur verið stiklað á stóru og er tossalistinn langt í frá tæmandi. Hann er álíka langur og biðlistinn í fangelsin. Afstaða hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við stjórnvöld og munu fulltrúar félagsins funda með nýjum ráðherrum á næstu vikum og mánuðum. Það er ósk félagsins að mannúðlegra fangelsiskerfi verði rekið á Íslandi, samfélaginu öllu til heilla. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum. Við hjá Afstöðu erum í þeirri stöðu að berjast fyrir hagsmunum hópa sem almennt eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálafólki og mál sem við höfum reynt að setja á oddinn hafa oftar en ekki fengið að sitja á hakanum. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þeirra mála, tékklisti kannski eða jafnvel tossalisti, og þætti okkur vænt um að þið öll mynduð renna yfir hann. Þau ykkar sem valdið hafa mættuð jafnvel taka hann til gagngerrar skoðunar. Stefna í fangelsismálum Eitt helsta baráttumál Afstöðu frá stofnun félagsins hefur verið að fá stjórnvöld til að setja heildarstefnu í fangelsismálum. Þá er fyrir fullt og allt hægt að skilja við refsistefnuna sem fylgt hefur þjóðinni frá landnámi og sett hefur margan svartan blettinn á sögu Íslands. Ekki þarf að finna upp hjólið í þessum efnum því að öll Norðurlöndin önnur hafa tekið upp betrunarstefnu (eða endurhæfingarstefnu). Það er mat Afstöðu að kyrrstaða, ef ekki afturför, mun ríkja í málaflokknum þar til heildarstefna verður mörkuð. Launamál og dagpeningar Hér um að ræða deilumál tveggja ráðuneyta sem nær allt aftur til aldamóta. Að mati Afstöðu er kominn tími til að forsætisráðuneytið taki að sér yfirstjórn fangelsismála og höggvi á þennan hnút. Föngum skulu vera greidd laun í samræmi við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu til þess að þeir geti öðlast réttinda, greitt skaðabætur, meðlög, sektir, og fangelsiskostnað. Þegar allt kemur til alls þá mun þetta hafa mjög góð áhrif á samfélagið. Þá hafa dagpeningar fanga ekki hækkað frá 1.janúar 2006 eða í næstum 20 ár. Tryggingamál Annað deilumál sem forsætisráðuneytið ætti að leysa úr. Fangar eru ekki slysatryggðir við vinnu sína sem gengur í berhögg við ákvæði Evrópsku fangelsisreglnanna. Ítrekað hefur verið bent á þetta í gegnum árin en ekki hefur verið vilji hjá stjórnvöldum til að bæta úr. Félagsþjónusta sveitarfélaga Sveitarfélögin neita föngum um fjárhagsaðstoð á þeirri forsendu að þeir séu á framfæri ríkisins. Umboðsmaður alþingis hefur verið þessu ósammála og bent á að samkvæmt lögum eigi fangar rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta hefur verið sagt á gráu svæði í mörg ár og aldrei nokkuð gert til þess að rétta hlut fanga. Það er kominn tími til. Verknám Íslendingar væru mun ríkari af iðnaðarmönnum ef stjórnvöld hefðu brugðist við hinum og þessum skýrslum starfshópa undanfarin ár, alls kyns áskorunum og jafnvel tilboðum um úrbætur. Mennt er máttur og lykilþáttur í endurhæfingu er fjölbreytt námsframboð. Áhugi núll. Því þarf að breyta. Upp með skýrslurnar. Tannlækningar Tannheilsa fanga er slæm og hefur versnað mikið undanfarinn áratug. Allt til ársins 2008 gátu fangar fengið styrk til tannviðgerða en tennurnar fengu að fjúka í hinu svokallaða hruni. Sveitarfélögin veita ekki styrki, sbr. gráa svæðið, og fangar geta ekki staðið undir kostnaði sjálfir. Nauðsynlegt er að gera úttekt á tannheilsu fanga og bregðast við. Upplýsingatækni Árið 2005 notuðu 45% þjóðarinnar Textavarpið oftar en fimm sinnum í viku. Í dag eru það eingöngu um áttatíu fangar á Litla-Hrauni. Sömu fangar hafa ekki aðgang að rafrænum skilríkjum og geta ekki notað þá þjónustu sem öðrum þegnum ríkisins þykir sjálfsögð og nauðsynleg. Afstaða var langt á veg komin með verkefni sem snerist um að spjaldtölvuvæða fangelsin með aðstoða fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt hefur gefið góða raun í öryggisfangelsum í Bandaríkjunum en þykir of framúrstefnulegt á Eyrarbakka. Því mætti auðveldlega breyta. Hér hefur verið stiklað á stóru og er tossalistinn langt í frá tæmandi. Hann er álíka langur og biðlistinn í fangelsin. Afstaða hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við stjórnvöld og munu fulltrúar félagsins funda með nýjum ráðherrum á næstu vikum og mánuðum. Það er ósk félagsins að mannúðlegra fangelsiskerfi verði rekið á Íslandi, samfélaginu öllu til heilla. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar