Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2025 11:08 Frá löndun á þorski í Breiðdalsvík. Þorskur er talinn hafa verið fjórðungi stærri þegar menn námu fyrst land á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn. Vísir/Vilhelm Þorskar á Íslandsmiðum voru fjórðungi stærri og þrisvar sinnum eldri að meðaltali á fyrstu öldunum eftir landnám en í samtímanum. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands leiðir í ljós að auknar veiðar höfðu strax áhrif á stærð þorsstofnsins á 14. öld. Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum. Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum.
Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira