Innlent

Margar slæmar holur á Hellis­heiði

Atli Ísleifsson skrifar
Holur hafa víða myndast eftir umhleypingar síðustu daga.
Holur hafa víða myndast eftir umhleypingar síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga.

Á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir að aka með gát.

Fréttastofa hefur einnig fengið ábendingar um slæmar holur nærri hringtorginu í Hveragerði þar sem ekið er upp Kambana og í átt að höfuðborginni. Sprungið hefur á dekkjum fjölda bíla sem sé nú lagt úti í kanti.

Þá hefur verið varað við fleiri holum á milli Reykjavíkur og Hveragerðis í Facebook-hópnum Hvernig er færðin á Hellisheiði, Þrengslum og Suðurlandi? meðal annars í brekkunni hjá skálanum í Hveradölum.

Veistu meira um málið? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×