Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 17:45 Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska landsliðið á HM en liðið tapaði fyrir Dönum í úrslitaleiknum. Getty/Luka Stanzl Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér. HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér.
HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira