Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 20:47 José María del Nido Carrasco, núverandi forseti Sevilla, er hér til hægri að ræða málin við Jose Castro Carmona þegar sá síðarnefndi var forseti Sevilla. Getty/ Jonathan Moscrop José María del Nido Carrasco, forseti Sevilla, sakar risanna í Real Madrid um að eyðileggja spænska fótboltann með herferð sinni gegn dómurum í La Liga. Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco. Spænski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco.
Spænski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira