Fyrstu trén felld á morgun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 22:19 Annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað vegna trjánna. Vísir/Vilhelm Fyrstu trén verða felld í Öskjuhlíð á morgun. Annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokað þar sem hæð trjánna ógnar öryggi flugfarþega. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að gera aðgerðaáætlun að því hvernig sé hægt að opna þess flugbraut,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað fyrir tveimur dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda. Fyrstu trén í Öskjuhlíð, um fjörutíu til fimmtíu, verða felld á morgun. Til þess að opna flugbrautina þurfi hugsanlega að fella fimm hundruð tré. „Við erum að fara fella fjörutíu til fimmtíu tré á morgun. Það er svona fyrsta skrefið í því að verða við tilmælum Samgöngustofu um að fella þar dálítið af trjám. Lykilatriðið er það að opna flugbrautina og flugvöllurinn þjónar öllum landsmönnum, sjúkraflugið er þar mikilvægast. Við erum að vinna þetta í samvinnu við ISAVIA og Samgöngustofu,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Fjöldi trjáa sé vegna breyttu verklagi hjá Samgöngustofu sem miðar nú við annan flöt en áður. Flöturinn sem miðað er við núna er lægri heldur en sá upprunalegi. Því þurfi að fella fjölda trjáa skyndilega. „Þau tré sem voru talin í lagi eru ekki lengur talin í lagi,“ segir Einar. Mikilvægast sé hins vegar aðgengi sjúkraflugs. Flugvöllurinn sé ekki á leið í burtu í allaveganna tuttugu ár að sögn Einars og því sé mikilvægt að fella trén. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tré Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira
„Við erum að vinna hörðum höndum að því að gera aðgerðaáætlun að því hvernig sé hægt að opna þess flugbraut,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað fyrir tveimur dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda. Fyrstu trén í Öskjuhlíð, um fjörutíu til fimmtíu, verða felld á morgun. Til þess að opna flugbrautina þurfi hugsanlega að fella fimm hundruð tré. „Við erum að fara fella fjörutíu til fimmtíu tré á morgun. Það er svona fyrsta skrefið í því að verða við tilmælum Samgöngustofu um að fella þar dálítið af trjám. Lykilatriðið er það að opna flugbrautina og flugvöllurinn þjónar öllum landsmönnum, sjúkraflugið er þar mikilvægast. Við erum að vinna þetta í samvinnu við ISAVIA og Samgöngustofu,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Fjöldi trjáa sé vegna breyttu verklagi hjá Samgöngustofu sem miðar nú við annan flöt en áður. Flöturinn sem miðað er við núna er lægri heldur en sá upprunalegi. Því þurfi að fella fjölda trjáa skyndilega. „Þau tré sem voru talin í lagi eru ekki lengur talin í lagi,“ segir Einar. Mikilvægast sé hins vegar aðgengi sjúkraflugs. Flugvöllurinn sé ekki á leið í burtu í allaveganna tuttugu ár að sögn Einars og því sé mikilvægt að fella trén.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tré Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira