Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 14:29 JD Vance í pontu í París í dag. AP/Michel Euler Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið. Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið.
Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36
Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48
Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24