Innlent

Átta mál sem Jóhann Páll af­greiðir í stað Ölmu

Kjartan Kjartansson skrifar
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, (fremstur) er staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, (öftust) í nokkrum málum.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, (fremstur) er staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, (öftust) í nokkrum málum. Vísir/Vilhelm

Skipan í embætti landlæknis er eitt átta mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum.

Greint var frá því helgi að Jóhann Páll yrði staðgengill Ölmu í málum sem vörðuðu fyrri störf hennar sem landlæknir. Í skriflegu svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis er um sex mál að ræða fyrir utan skipan eftirmanns Ölmu sem landlæknis.

Sex málanna eru stjórnsýslukærur til heilbrigðisráðuneytisins vegna ákvarðana embættis landlæknis á meðan Alma var landlæknir. Sjött málið snýst um umsókn um löggildingu heilbrigðisstéttar sem embætti landlæknis veitti umsögn um í tíð Ölmu.

Jóhann Páll þarf sem staðgengill Ölmu að gera upp á milli fimm umsækjenda um embætti landlæknis. Það var auglýst til umsóknar um miðjan desember.

Uppfært 15:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að málin sem Alma hefði vikið sæti í væru sjö. Eftir að fréttin birtist bárust upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu að stjórnsýslukærurnar væru sex en ekki fimm talsins og málin því átta í heild.


Tengdar fréttir

Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis

Fimm sóttu um stöðu embættis Landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember síðastliðinn. Alma Möller fyrrverandi Landlæknir mun skipa í embættið til fimm ára í senn að undangegnu mati sérstakrar nefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×