Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern 12. febrúar 2025 22:00 Harry Kane fagnar marki sínu Bayern München á móti Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. Getty/ Crystal Pix Bayern München vann 2-1 útisigur á Celtic í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern komst í 2-0 í leiknum og voru því í frábærum málum eftir mörk frá Michael Olise á 45. mínútu og Harry Kane á 49. mínútu. Daizen Maeda minnkaði muninn í 2-1 á 79. mínútu með skalla eftir sendingu frá Hyun-Jun Yang. Markið heldur Celtic á lífi í einvíginu þótt að verkefnið verði mjög erfitt í Þýskalandi. Vangelis Pavlidis tryggði Benfica 1-0 útisigur á Mónakó en mark hans koma á 48. mínútu. Mónakó missti Moatasem Al Musrati af velli með rautt spjald á 52. mínútu en fékk ekki á sig fleiri mörk. PSV Eindhoven rak þjálfarann tveimur dögum fyrir leik en fagnaði 1-0 sigur á ítalska liðinu AC Milan. Igor Paixao skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu. Gustaf Nilsson tryggði Club Brugge 2-1 sigur á Atalanta með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Ferrán Jutglà kom Club Brugge í 1-0 á 15. mínútu en Mario Pasalic jafnaði metin fyrir Atalanta á 41. mínútu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Bayern München vann 2-1 útisigur á Celtic í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern komst í 2-0 í leiknum og voru því í frábærum málum eftir mörk frá Michael Olise á 45. mínútu og Harry Kane á 49. mínútu. Daizen Maeda minnkaði muninn í 2-1 á 79. mínútu með skalla eftir sendingu frá Hyun-Jun Yang. Markið heldur Celtic á lífi í einvíginu þótt að verkefnið verði mjög erfitt í Þýskalandi. Vangelis Pavlidis tryggði Benfica 1-0 útisigur á Mónakó en mark hans koma á 48. mínútu. Mónakó missti Moatasem Al Musrati af velli með rautt spjald á 52. mínútu en fékk ekki á sig fleiri mörk. PSV Eindhoven rak þjálfarann tveimur dögum fyrir leik en fagnaði 1-0 sigur á ítalska liðinu AC Milan. Igor Paixao skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu. Gustaf Nilsson tryggði Club Brugge 2-1 sigur á Atalanta með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Ferrán Jutglà kom Club Brugge í 1-0 á 15. mínútu en Mario Pasalic jafnaði metin fyrir Atalanta á 41. mínútu.