GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Helgi Már Magnússon segir að Sigurður Ingimundarson sé best til þess fallinn að blása lífi í Keflavíkurliðið. Stöð 2 Sport GAZ-mennirnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon höfðu ýmislegt að segja í upphitun fyrir leik Hauka og Keflavíkur. Þeir munu lýsa leiknum með sínum einstaka hætti á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld. Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit