Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 16:25 Ráðgert er að bankarnir greiði hluthöfum sínum 42,6 milljarða króna í arð. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. Lítil breyting milli ára hjá Íslandsbanka Íslandsbanki birti uppgjör sitt í dag en þar kemur fram að hagnaður af rekstri bankans á fjórða ársfjórðungi hafi hafi verið 6,3 milljarðar króna. Hagnaður fyrir árið í heild hafi verið 24,2 milljarðar króna, 400 milljónum minni en árið 2023. Arðsemi eigin fjár hjá Íslandsbanka á síðasta ári var 10,9 prósent, samanborið við 11,3 prósent árið 2023. Hreinar vaxtatekjur námu 47,3 milljörðum, sem er samdráttur um 2,8 prósent milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,2 prósent á milli ára, og námu 13,1 milljarði króna árið 2024, samanborið við 13,3 milljarða króna árið 2023. Stjórn bankans kemur tul með að leggja til 12,1 milljarðs króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars, í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans um að greiða 50 prósent af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa. Hér að neðan má sjá önnur helstu atriði um fjárhagslega afkomu Íslandsbanka árið 2024: Hrein fjármagnsgjöld voru 338 milljónir króna á árinu 2024, samanborið við fjármagnstekjur að fjárhæð 241 milljón króna árið 2023. Aðrar rekstrartekjur námu 2.282 milljónum króna árið 2024, samanborið við 570 milljónir króna árið 2023. Stjórnunarkostnaður var 27,6 milljarðar króna fyrir árið 2024, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 25,7 milljarða króna stjórnunarkostnað ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 960 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Arion hagnaðist um 26 milljarða Arion Banki birti sitt uppgjör í gær. Þar kemur fram að hagnaður bankans á síðasta ársfjórðungi ársins 2024 hafi verið 8,3 milljarðar. Hagnaður síðasta árs í heild nam 26,1 milljarði króna, samanborið við 25,7 milljarða árið 2023. Arðsemi eigin fjár á síðasta ári var 13,2 prósent, samanborið við 13,6 prósent árið 2023. Hagnaður á hlut á síðasta ári nam 18,31 krónum, samanborið við 17,8 krónur árið 2023. „Stjórn bankans leggur til arðgreiðslu sem nemur 11,5 krónum á hlut eða sem jafngildir um 16 mö.kr., að teknu tilliti til eigin bréfa bankans,“ segir í tilkynningu um uppgjörið. Aðrar lykiltölur um fjárhagslega afkomu Arion banka árið 2024 má sjá hér að neðan: Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 3,1%, óbreyttur frá árinu 2023 Hreinar þóknanatekjur námu 15,4 mö.kr. á árinu og drógust saman um 6,3% frá fyrra ári Vörður skilaði 3,7 ma.kr. hagnaði á árinu sem er besti árangur Varðar frá upphafi Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), aukast um 4,6% samanborið við 2023 Rekstrarkostnaður hækkar um 10,2% samanborið við 2023 Virkt skatthlutfall var 25,4%, samanborið við 27,2% á árinu 2023 Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 47,2%, samanborið við 44,7% 2023 Kostnaðarhlutfallið var 42,6%, samanborið við 40,0% á árinu 2023 Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 6,1% frá árslokum 2023 Kaup eigin hlutabréfa og arðgreiðslur námu 25,5 mö.kr. á árinu. Bankinn gaf út nýtt hlutafé, samtals að fjárhæð 6,2 ma.kr., til að mæta nýtingu áskriftaréttinda Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,6% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,2% í lok desember. Hlutföllin taka tillit til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 61% af hagnaði og 3 ma.kr. endurkaupa eigin hlutabréfa sem samþykkt hefur verið af stjórn bankans og Fjármálaeftirlitinu. Tæpir 43 milljarðar í arð Í lok síðasta mánaðar birti Landsbankinn uppgjör sitt fyrir síðasta ár, fyrstur stóru viðskiptabankanna þriggja. Bankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Þegar hagnaður bankanna er lagður saman fást 87,8 milljarðar króna, en þar af er ráðgert að greiða samtals 42,6 milljarða króna í arð til hluthafa bankanna. Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Lítil breyting milli ára hjá Íslandsbanka Íslandsbanki birti uppgjör sitt í dag en þar kemur fram að hagnaður af rekstri bankans á fjórða ársfjórðungi hafi hafi verið 6,3 milljarðar króna. Hagnaður fyrir árið í heild hafi verið 24,2 milljarðar króna, 400 milljónum minni en árið 2023. Arðsemi eigin fjár hjá Íslandsbanka á síðasta ári var 10,9 prósent, samanborið við 11,3 prósent árið 2023. Hreinar vaxtatekjur námu 47,3 milljörðum, sem er samdráttur um 2,8 prósent milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,2 prósent á milli ára, og námu 13,1 milljarði króna árið 2024, samanborið við 13,3 milljarða króna árið 2023. Stjórn bankans kemur tul með að leggja til 12,1 milljarðs króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars, í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans um að greiða 50 prósent af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa. Hér að neðan má sjá önnur helstu atriði um fjárhagslega afkomu Íslandsbanka árið 2024: Hrein fjármagnsgjöld voru 338 milljónir króna á árinu 2024, samanborið við fjármagnstekjur að fjárhæð 241 milljón króna árið 2023. Aðrar rekstrartekjur námu 2.282 milljónum króna árið 2024, samanborið við 570 milljónir króna árið 2023. Stjórnunarkostnaður var 27,6 milljarðar króna fyrir árið 2024, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 25,7 milljarða króna stjórnunarkostnað ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 960 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Arion hagnaðist um 26 milljarða Arion Banki birti sitt uppgjör í gær. Þar kemur fram að hagnaður bankans á síðasta ársfjórðungi ársins 2024 hafi verið 8,3 milljarðar. Hagnaður síðasta árs í heild nam 26,1 milljarði króna, samanborið við 25,7 milljarða árið 2023. Arðsemi eigin fjár á síðasta ári var 13,2 prósent, samanborið við 13,6 prósent árið 2023. Hagnaður á hlut á síðasta ári nam 18,31 krónum, samanborið við 17,8 krónur árið 2023. „Stjórn bankans leggur til arðgreiðslu sem nemur 11,5 krónum á hlut eða sem jafngildir um 16 mö.kr., að teknu tilliti til eigin bréfa bankans,“ segir í tilkynningu um uppgjörið. Aðrar lykiltölur um fjárhagslega afkomu Arion banka árið 2024 má sjá hér að neðan: Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 3,1%, óbreyttur frá árinu 2023 Hreinar þóknanatekjur námu 15,4 mö.kr. á árinu og drógust saman um 6,3% frá fyrra ári Vörður skilaði 3,7 ma.kr. hagnaði á árinu sem er besti árangur Varðar frá upphafi Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), aukast um 4,6% samanborið við 2023 Rekstrarkostnaður hækkar um 10,2% samanborið við 2023 Virkt skatthlutfall var 25,4%, samanborið við 27,2% á árinu 2023 Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 47,2%, samanborið við 44,7% 2023 Kostnaðarhlutfallið var 42,6%, samanborið við 40,0% á árinu 2023 Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 6,1% frá árslokum 2023 Kaup eigin hlutabréfa og arðgreiðslur námu 25,5 mö.kr. á árinu. Bankinn gaf út nýtt hlutafé, samtals að fjárhæð 6,2 ma.kr., til að mæta nýtingu áskriftaréttinda Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,6% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,2% í lok desember. Hlutföllin taka tillit til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 61% af hagnaði og 3 ma.kr. endurkaupa eigin hlutabréfa sem samþykkt hefur verið af stjórn bankans og Fjármálaeftirlitinu. Tæpir 43 milljarðar í arð Í lok síðasta mánaðar birti Landsbankinn uppgjör sitt fyrir síðasta ár, fyrstur stóru viðskiptabankanna þriggja. Bankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Þegar hagnaður bankanna er lagður saman fást 87,8 milljarðar króna, en þar af er ráðgert að greiða samtals 42,6 milljarða króna í arð til hluthafa bankanna.
Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira