Bjartsýni ríkti í meirihlutaviðræðum í borginni í dag að sögn oddvita Sósíalista. Húsnæði var mál dagsins og rætt um að keyra framkvæmdir í gang. Oddviti Flokks fólksins býst ekki við að viðræðum ljúki fyrir næsta borgarstjórnarfund.
Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu.
Þá sjáum við frá vettvangi árásarinnar í Munchen, fylgjumst með umræðum á Alþingi og verðum í beinni útsendingu frá versluninni Blush þar sem einhleypir verða í aðalhlutverki á sérstökum viðburði.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: