Innlent

Sláandi mynd­skeið af meintu dýraníði og ein­hleypir koma saman

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Viðskiptabankarnir þrír voru í dag sýknaðir af kröfum neytenda í vaxtamálinu svokallaða. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta vera mikil vonbrigði og vill áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Bjartsýni ríkti í meirihlutaviðræðum í borginni í dag að sögn oddvita Sósíalista. Húsnæði var mál dagsins og rætt um að keyra framkvæmdir í gang. Oddviti Flokks fólksins býst ekki við að viðræðum ljúki fyrir næsta borgarstjórnarfund.

Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu.

Þá sjáum við frá vettvangi árásarinnar í Munchen, fylgjumst með umræðum á Alþingi og verðum í beinni útsendingu frá versluninni Blush þar sem einhleypir verða í aðalhlutverki á sérstökum viðburði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 13. febrúar 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×