Veður

Mögu­legt hvass­viðri fyrir sunnan

Jón Þór Stefánsson skrifar
Búist er við auslægum áttum á landinu.
Búist er við auslægum áttum á landinu. Vísir/Vilhelm

Talsverður lægðagangur er langt sunnan lands næstu daga, en hæðasvæði er norður af Jan Mayen. Að sögn Veðurstofunnar er búist við því að í sameiningu muni þessi veðrakerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari.

Þá er búist við að austanáttinni fylgi skúrir eða dálítil él við suður- og austurströndina, en annars verði yfirleitt þurrt og víða bjart veður. Þá verði frostlaust á sunnanverðu landinu í dag en sums staðar vægt frost nyrðra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag:

Austan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurstöndina. Skúrir eða dálítil él suðaustantil, annars bjart með köflum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en annars vægt frost.

Á mánudag:

Austan 10-15 m/s og slydda eða rigning með köflum sunnanlands, en annars hægari vindur og yfirleitt úrkomulaust. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðan heiða og hlýnar heldur.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt, rigning með köflum og milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×