Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Víkingar stóðu sig frábærlega gegn Panathinaikos í gær og unnu sögulegan sigur Vísir/Samsett mynd Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05
Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41
„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39