Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í gær. AP/Ben Curtis Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum. Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30
Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06