Hefur áhyggjur af börnum í strætó Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 15:00 Salvör Nordal segir Strætó og sveitarstjórnir verða að taka ábendingar barnanna alvarlega. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna segir það áhyggjuefni hversu algengt það er að börn verði fyrir áreiti í strætó, sérstaklega stelpur. Á nýlegum samráðsfundi barna, Strætó og sveitarstjórna hafi börn stigið fram með fjölmörg dæmi um áreitni í orðum og óviðeigandi snertingar. „Hér er um að ræða mikið áhyggjuefni sem Strætó og rekstraraðilum ber að taka á sem allra fyrst,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í tilkynningu. Börn sem sóttu fundinn hafa lagt fram tillögur til Strætó um úrbætur. Þau leggja til að sett verði upp sérstakt símanúmer fyrir börn til að hringja í, að leiðakerfi verði bætt og að öryggi barna og samskipti við þau. Þá leggja þau til að frítt verði fyrir öll börn í strætó. Tillögurnar voru unnar í samráði við starfsfólk Strætó á samráðsfundi þann 1. febrúar. Fyrsta tillaga barnanna snýr að leiðakerfi Strætó en börnin vilja að það sé bætt með þeirra hag að leiðarljósi. Þau þurfi oft að bíða lengi eftir næsta vagni og segja Strætó oft seinan sem valdi því að þau missi af tengingum og verði sein í skóla eða tómstundastarf. Strætó sé líka oft fullur og þá keyri vagnstjórar fram hjá börnum. Börnin vilja því að tíðni ferða verði aukin, biðtími minnkaður og að allar leiðir gangi lengur á kvöldin. Þau leggja til að gerðir verði fleiri einkavegir fyrir Strætó til þess að stytta ferðatíma, sem þeim finnst oft vera of langur. Erfitt að nálgast upplýsingar Þá tala börnin í sínum tillögum um upplýsingaflæði. Það sé erfitt að nálgast upplýsingar mæti vagn ekki á réttum tíma og of mismunandi upplýsingar í appi eða í strætóskýli. Þau leggja til að síminn hjá Strætó sé opinn lengur svo börn geti hringt eftir aðstoð. Þau segja auk þess erfitt fyrir börn að koma á framfæri ábendingum eða kvörtunum. „Ungmennunum finnst oft vera skortur á skilningi frá bílstjórum og þau vilja fá betra viðmót og bætta framkomu við börn. Ungmennin leggja líka áherslu á að vagnstjórar eigi að vera með fulla athygli á akstri og farþegum, en séu til dæmis ekki með heyrnartól í eyrunum,“ segir í tillögunum. Börnin leggja til að fleiri strætóskýli séu upphituð og kvarta yfir því að tímasetningar séu ekki þær sömu í skýlum og í appinu.Vísir/Vilhelm Þá nefndu börnin einnig samskipti barna við aðra farþega og vilja að Strætó tryggi betur öryggi þeirra og komi í veg fyrir áreiti frá öðrum farþegum. Þau leggja til að sett verði upp öryggisnúmer sem þau geti sent skilaboð í eða hringt í. Þetta númer gæti verið tengt við símaver Strætó eða 112 númerið. Þá leggja börnin til að frítt verði í Strætó fyrir öll börn, ekki bara fyrir þau sem eru yngri en 12 ára. Þá segja þau oft erfitt fyrir börn að greiða með því að nota Internetið. Það virki ekki alltaf Wifi í vögnunum. Ungmennin fjalla einnig í tillögum sínum umferðaröryggi og aksturslag vagnstjóra. Sumir keyri of hratt og stoppi ekki fyrir börnum við gangbrautir. Þau fjalla einnig um hreinlæti og leggja til að fleiri ruslatunnur verði settar upp í vagnana. Að mokað sé betur við strætóskýlin og hitalampar séu í fleiri skýlum. Að lokum telja börnin nauðsynlegt að tryggja betra aðgengi að upplýsingum fyrir fatlaða og börn af erlendum uppruna. Klappið sé of flókið og það þurfi sjálfvirka rampa í fleiri vagna. Fjölmennur fundur Í tilkynningu umboðsmanns segir að tæplega fimmtíu manns hafi sótt fundinn. Hanna Borg frá UNICEF á Íslandi og Salvör Nordal umboðsmaður barna opnuðu fundinn. Á fundinum fluttu þau Júlíana Rós Skúladóttir og Dagur Björgvin Jónsson úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna erindi um helstu athugasemdir barna varðandi Strætó. Þá flutti Steinar Karl Hlífarsson, starfsmaður Strætó erindi um Strætó. Börnin leggja til að sett verði upp símanúmer sem börnin geti sent skilaboð í eða hringt í sé verið að áreita þau í strætó. Númerið verði tengt við Strætó eða 112.Vísir/Arnar Í kjölfar erindanna tóku við hópaskiptar umræður á sex borðum um málefni barna og ungmenna og Strætó þar sem ákveðin þemu voru rædd. Að loknum umræðum kynntu ungmenni hvers borðs helstu niðurstöður. Í tilkynningu frá umboðsmanni barna segir að markmið fundarins hafi verið að koma á formlegum umræðum á milli barna, Strætó og sveitarstjórna um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi. Umboðsmaður áréttar í tilkynningu sinni að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á þau áhrif sem ákvarðanir þeirra hafa á börn. „Þá bera þau einnig þá skyldu að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar í öllum þeim málum sem varða börn beint. Hér falla undir allar ákvarðanir um starfsemi Strætó, s.s. leiðakerfi og gjaldskrá. Niðurstöður fundarins undirstrika mikilvægi þess að eiga reglulegt samráð við börn.“ Samgöngur Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Strætó Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Hér er um að ræða mikið áhyggjuefni sem Strætó og rekstraraðilum ber að taka á sem allra fyrst,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í tilkynningu. Börn sem sóttu fundinn hafa lagt fram tillögur til Strætó um úrbætur. Þau leggja til að sett verði upp sérstakt símanúmer fyrir börn til að hringja í, að leiðakerfi verði bætt og að öryggi barna og samskipti við þau. Þá leggja þau til að frítt verði fyrir öll börn í strætó. Tillögurnar voru unnar í samráði við starfsfólk Strætó á samráðsfundi þann 1. febrúar. Fyrsta tillaga barnanna snýr að leiðakerfi Strætó en börnin vilja að það sé bætt með þeirra hag að leiðarljósi. Þau þurfi oft að bíða lengi eftir næsta vagni og segja Strætó oft seinan sem valdi því að þau missi af tengingum og verði sein í skóla eða tómstundastarf. Strætó sé líka oft fullur og þá keyri vagnstjórar fram hjá börnum. Börnin vilja því að tíðni ferða verði aukin, biðtími minnkaður og að allar leiðir gangi lengur á kvöldin. Þau leggja til að gerðir verði fleiri einkavegir fyrir Strætó til þess að stytta ferðatíma, sem þeim finnst oft vera of langur. Erfitt að nálgast upplýsingar Þá tala börnin í sínum tillögum um upplýsingaflæði. Það sé erfitt að nálgast upplýsingar mæti vagn ekki á réttum tíma og of mismunandi upplýsingar í appi eða í strætóskýli. Þau leggja til að síminn hjá Strætó sé opinn lengur svo börn geti hringt eftir aðstoð. Þau segja auk þess erfitt fyrir börn að koma á framfæri ábendingum eða kvörtunum. „Ungmennunum finnst oft vera skortur á skilningi frá bílstjórum og þau vilja fá betra viðmót og bætta framkomu við börn. Ungmennin leggja líka áherslu á að vagnstjórar eigi að vera með fulla athygli á akstri og farþegum, en séu til dæmis ekki með heyrnartól í eyrunum,“ segir í tillögunum. Börnin leggja til að fleiri strætóskýli séu upphituð og kvarta yfir því að tímasetningar séu ekki þær sömu í skýlum og í appinu.Vísir/Vilhelm Þá nefndu börnin einnig samskipti barna við aðra farþega og vilja að Strætó tryggi betur öryggi þeirra og komi í veg fyrir áreiti frá öðrum farþegum. Þau leggja til að sett verði upp öryggisnúmer sem þau geti sent skilaboð í eða hringt í. Þetta númer gæti verið tengt við símaver Strætó eða 112 númerið. Þá leggja börnin til að frítt verði í Strætó fyrir öll börn, ekki bara fyrir þau sem eru yngri en 12 ára. Þá segja þau oft erfitt fyrir börn að greiða með því að nota Internetið. Það virki ekki alltaf Wifi í vögnunum. Ungmennin fjalla einnig í tillögum sínum umferðaröryggi og aksturslag vagnstjóra. Sumir keyri of hratt og stoppi ekki fyrir börnum við gangbrautir. Þau fjalla einnig um hreinlæti og leggja til að fleiri ruslatunnur verði settar upp í vagnana. Að mokað sé betur við strætóskýlin og hitalampar séu í fleiri skýlum. Að lokum telja börnin nauðsynlegt að tryggja betra aðgengi að upplýsingum fyrir fatlaða og börn af erlendum uppruna. Klappið sé of flókið og það þurfi sjálfvirka rampa í fleiri vagna. Fjölmennur fundur Í tilkynningu umboðsmanns segir að tæplega fimmtíu manns hafi sótt fundinn. Hanna Borg frá UNICEF á Íslandi og Salvör Nordal umboðsmaður barna opnuðu fundinn. Á fundinum fluttu þau Júlíana Rós Skúladóttir og Dagur Björgvin Jónsson úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna erindi um helstu athugasemdir barna varðandi Strætó. Þá flutti Steinar Karl Hlífarsson, starfsmaður Strætó erindi um Strætó. Börnin leggja til að sett verði upp símanúmer sem börnin geti sent skilaboð í eða hringt í sé verið að áreita þau í strætó. Númerið verði tengt við Strætó eða 112.Vísir/Arnar Í kjölfar erindanna tóku við hópaskiptar umræður á sex borðum um málefni barna og ungmenna og Strætó þar sem ákveðin þemu voru rædd. Að loknum umræðum kynntu ungmenni hvers borðs helstu niðurstöður. Í tilkynningu frá umboðsmanni barna segir að markmið fundarins hafi verið að koma á formlegum umræðum á milli barna, Strætó og sveitarstjórna um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi. Umboðsmaður áréttar í tilkynningu sinni að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á þau áhrif sem ákvarðanir þeirra hafa á börn. „Þá bera þau einnig þá skyldu að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar í öllum þeim málum sem varða börn beint. Hér falla undir allar ákvarðanir um starfsemi Strætó, s.s. leiðakerfi og gjaldskrá. Niðurstöður fundarins undirstrika mikilvægi þess að eiga reglulegt samráð við börn.“
Samgöngur Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Strætó Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira