Fótbolti

Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjar­lægist fall

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jóhann Berg lagði upp annan leikinn í röð, sem var jafnframt annar sigurleikur liðs hans í röð.
Jóhann Berg lagði upp annan leikinn í röð, sem var jafnframt annar sigurleikur liðs hans í röð. Getty/Filip Filipovic

Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp annað marka Al-Orobah í 2-0 sigri liðsins á Al-Kholood í sádiarabísku deildinni í fótbolta síðdegis. Aðra helgina í röð leggur Jóhann upp í sigri.

Al-Orobah hafði farið í gegnum mikla eyðimerkurgöngu fyrir 4-2 sigur liðsins á Al-Wehda fyrir sléttri viku. Sá sigur var liðsins fyrsti frá því í nóvember.

Al-Orobah fór með þeim sigri upp úr fallsæti og með sigri dagsins forðaðist liðið fallsvæðið enn frekar. Jóhann Berg lagði upp fyrra mark leiksins fyrir sýrlenska markahrókinn Omar Al-Somah á 64. mínútu leiksins.

Jórdaninn Mohannad Abu Taha skoraði annað mark Al-Orobah undir lokin og innsiglaði 2-0 sigur liðsins á Al-Kholood.

Al-Orobah er eftir sigurinn með 20 stig í 13. sæti deildarinnar af 18. Þrjú neðstu liðin falla en Jóhann og félagar eru sex stigum frá fallsæti eftir sigur dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×