Innlent

Tíðindi úr heimi bankanna, verk­föll og hitafundur í Val­höll

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Við ræðum við greinanda um málið í beinni útsendingu í myndveri.

Þá fáum við formann Kennarasambandsins einnig í beina útsendingu til okkar en sambandið boðar ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin verkföll í grunnskólum í þremur sveitarfélögum.

Skólasamfélagið í Laugarneshverfi er í áfalli eftir að nemendur fundu skotvopn á þaki Laugalækjarsóla í gær. Skólastjóri segir þetta afar óhuggulegt og fólki líði ekki vel. Hann óttast það versta en vonar það besta. Lögregla kallar eftir vitnum og ætlar að fara yfir eftirlitsmyndavélar.

Þá fjöllum við um hitafund sem fram fór í Valhöll í dag í tengslum við landsfund Sjálfstæðisflokksins og verðum í beinni útsendingu frá stórtónleikum í Hörpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×