Hamas-liðar ætlar að láta þá Iair Horn, Sagui Dekel-Chen og Alexandre Sasha Troufanov lausa á morgun í skiptum fyrir 369 fanga Ísraela. Gíslarnir þrír hafa verið í haldi frá 7. október 2023.
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters.
Fyrr í vikunni sagði Hamas að gíslarnir yrðu ekki látnir lausir þar sem að Ísrael hefði brotið gegn vopnahléinu sem er í gildi. Þeir sögðu Ísraela neita Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasa, ráðast á Palestínubúa og hindra aðgengi mannúðaraðstoðar að svæðinu.
Ísraelar sögðu Hamas brjóta gegn vopnahléinu með þessari ákvörðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á þriðjudagskvöld að ef fangarnir yrðu ekki látnir lausir yrði umræðum um vopnahlé slitið.
Fyrsti fasi vopnahlés milli Ísrael og Hamas er í gildi í sex vikur og hófst 19. janúar. Viðræður eru í gangi um endanlegt vopnahlé þar sem Ísraelar myndu yfirgefa Gasa og svæðið endurbyggt.
Donald Trump hefur lýst því yfir að hann girnist Gasaströndina til að byggja þar glæsibaðströnd. Hann segist þá ætla flytja alla íbúa úr landi, til Egyptalands eða Jórdaníu, og mættu þau ekki snúa aftur.