Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 09:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í leiknum gegn ÍA í lokaumferð Bestu deildarinnar síðasta haust. vísir/Anton Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Bronny stigahæstur hjá Lakers Körfubolti Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Körfubolti Fleiri fréttir Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Bronny stigahæstur hjá Lakers Körfubolti Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Körfubolti Fleiri fréttir Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira