Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. febrúar 2025 18:51 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart. „Við höfum verið að skoða þetta í svona tvo mánuði hér í þröngum hópi innan fyrirtækisins og farið í mjög viðamikla og ítarlega greiningu á því að skoða evrópskan samkeppnisrétt og það leiddi til þessarar ákvörðunar í gær,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Stjórn Íslandsbanka sagði í tilkynningu til Kauphallar í gærkvöldi að þeim hafi borist bréfið. „Þetta er náttúrulega bara mjög áhugavert og eitthvað sem við munum skoða núna hratt og örugglega. Í þessu myndu náttúrulega felast mikil tækifæri en á sama tíma þurfum við að skoða vel út frá samkeppnishættinum,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Að sögn Jóns Guðna hafi hugmyndin um samruna verið skoðuð áður en tímasetningin hafi komið örlítið á óvart. Stjórn Íslandsbanka hafi ekki verið meðvituð um að greiningarferli Arion banka stæði yfir. „Ég ætlaði að eiga rólega helgi en það breyttist mjög hratt eins og gerist oft í þessu starfi,“ segir Jón Guðni. Stjórn Íslandsbanka hefur fjórtán daga til að bregðast við tillögunni. „Við skoðum þetta eins hratt og mögulegt og er og hvort við nýtum þessa fjórtán daga, það kemur bara í ljós,“ segir Jón Guðni. Forsenda samrunans að allir græði Í bréfi Arion banka, sem lesa má hér, kemur fram að beinn sparnaður íslenskra neytenda vegna samrunans sé áætlaður að lágmarki fimmtíu milljarðar króna á næstu tíu árum. Að sögn Benedikts sé forsenda samrunans að hann sé góður fyrir alla sem að honum koma. „Ég held að það séu forsendurnar fyrir því að slíkur samningur yrði leyfður. Það þarf að tryggja að hagræðing sem í honum felst skili sér til neytenda,“ segir Benedikt. „Við erum búin að vera blanda okkur í þessa umræðu um Íslandsálagið, þessi sér álög sem íslenskir neytendur eru að greiða og við teljum að þetta sé í rauninni stærsta framfaraskref sem hægt er að taka til hagsbóta fyrir neytendur.“ Svokölluð Íslandsálög stafi af smæð markaðsins hérlendis og sértækri skattlagningu. Íslensk fjármálafyrirtæki séu agnarsmá í evrópsku samhengi en þurfti samt sem áður að fylgja sama regluverki og evrópsk stórfyrirtæki. Þetta feli í sér aukinn kostnað hérlendis. Jón Guðni er sammála því að bæði viðskiptavinir bankanna og hluthafar gætu grætt á samrunanum. „Ég held það sé ljóst í svona samruna að það séu mikil tækifæri bæði fyrir viðskiptavini og svo hluthafa. Á sama tíma er, eins og bent er þar á [í bréfi Arion Banka], mjög mikið og dýrt regluverk sem er í kringum bankakerfið og burtséð frá þessu þá er þetta mikið tækifæri til að einfalda það,“ segir Jón Guðni. Ætti ekki að hafa áhrif á fyrirhugaða sölu á hluta ríkisins Bréf stjórnar Arion banka var sent sama dag og Stjórnarráðið tilkynnti fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á 42,5 prósenta hluta sínum í Íslandsbanka. „Við sögðum í bréfinu sem var birt opinberlega að við teldum að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda að selja hlutinn, að minnsta kosti er þetta ekki að rýra verðgildi hans, en það er auðvitað eigendanna að taka næstu skref þar,“ segir Benedikt. Jón Guðni segir að stjórn Íslandsbanka muni ræða við ríkisstjórnina. „Það er einmitt eitt af því sem þarf að skoða mjög vel og eitthvað sem við þurfum að ræða við ríkið líka. Við þurfum að gera allt til að styðja þau í þeirra ferli og þeirra vinnu sem er fram undan,“ segir Jón Guðni. Gæti strandað hjá Samkeppniseftirlitinu Snorri Jakobsson hagfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fyrstu viðbrögð hans við tilkynningu um samruna voru að það yrði ekki hægt. Samkeppniseftirlitið myndi ekki heimila samrunann. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, sagði samrunann byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu. „Ég held að þau [Samkeppniseftirlitið] muni skoða þetta út frá evrópska regluverkinu og taka sér góðan tíma í það. Sé það hægt að tryggja að þessi skilyrði, sem eru fyrir láréttum samruna svona stórra fyrirtækja, séu uppfyllt þá held ég að þau verði að taka þetta til alvarlegrar skoðunar,“ segir Benedikt. Málið sé nú á borði stjórnar Íslandsbanka. Samþykki hún samrunann gæti samkeppnisskoðun tekið eitt til eitt og hálft ár. Samþætting bankanna tæki síðan eitt til tvö ár í viðbót. Arion banki Íslandsbanki Neytendur Tengdar fréttir Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. 15. febrúar 2025 13:30 Almenningur fær forgang og lægsta verðið Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. 14. febrúar 2025 18:10 Mest lesið Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
„Við höfum verið að skoða þetta í svona tvo mánuði hér í þröngum hópi innan fyrirtækisins og farið í mjög viðamikla og ítarlega greiningu á því að skoða evrópskan samkeppnisrétt og það leiddi til þessarar ákvörðunar í gær,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Stjórn Íslandsbanka sagði í tilkynningu til Kauphallar í gærkvöldi að þeim hafi borist bréfið. „Þetta er náttúrulega bara mjög áhugavert og eitthvað sem við munum skoða núna hratt og örugglega. Í þessu myndu náttúrulega felast mikil tækifæri en á sama tíma þurfum við að skoða vel út frá samkeppnishættinum,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Að sögn Jóns Guðna hafi hugmyndin um samruna verið skoðuð áður en tímasetningin hafi komið örlítið á óvart. Stjórn Íslandsbanka hafi ekki verið meðvituð um að greiningarferli Arion banka stæði yfir. „Ég ætlaði að eiga rólega helgi en það breyttist mjög hratt eins og gerist oft í þessu starfi,“ segir Jón Guðni. Stjórn Íslandsbanka hefur fjórtán daga til að bregðast við tillögunni. „Við skoðum þetta eins hratt og mögulegt og er og hvort við nýtum þessa fjórtán daga, það kemur bara í ljós,“ segir Jón Guðni. Forsenda samrunans að allir græði Í bréfi Arion banka, sem lesa má hér, kemur fram að beinn sparnaður íslenskra neytenda vegna samrunans sé áætlaður að lágmarki fimmtíu milljarðar króna á næstu tíu árum. Að sögn Benedikts sé forsenda samrunans að hann sé góður fyrir alla sem að honum koma. „Ég held að það séu forsendurnar fyrir því að slíkur samningur yrði leyfður. Það þarf að tryggja að hagræðing sem í honum felst skili sér til neytenda,“ segir Benedikt. „Við erum búin að vera blanda okkur í þessa umræðu um Íslandsálagið, þessi sér álög sem íslenskir neytendur eru að greiða og við teljum að þetta sé í rauninni stærsta framfaraskref sem hægt er að taka til hagsbóta fyrir neytendur.“ Svokölluð Íslandsálög stafi af smæð markaðsins hérlendis og sértækri skattlagningu. Íslensk fjármálafyrirtæki séu agnarsmá í evrópsku samhengi en þurfti samt sem áður að fylgja sama regluverki og evrópsk stórfyrirtæki. Þetta feli í sér aukinn kostnað hérlendis. Jón Guðni er sammála því að bæði viðskiptavinir bankanna og hluthafar gætu grætt á samrunanum. „Ég held það sé ljóst í svona samruna að það séu mikil tækifæri bæði fyrir viðskiptavini og svo hluthafa. Á sama tíma er, eins og bent er þar á [í bréfi Arion Banka], mjög mikið og dýrt regluverk sem er í kringum bankakerfið og burtséð frá þessu þá er þetta mikið tækifæri til að einfalda það,“ segir Jón Guðni. Ætti ekki að hafa áhrif á fyrirhugaða sölu á hluta ríkisins Bréf stjórnar Arion banka var sent sama dag og Stjórnarráðið tilkynnti fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á 42,5 prósenta hluta sínum í Íslandsbanka. „Við sögðum í bréfinu sem var birt opinberlega að við teldum að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda að selja hlutinn, að minnsta kosti er þetta ekki að rýra verðgildi hans, en það er auðvitað eigendanna að taka næstu skref þar,“ segir Benedikt. Jón Guðni segir að stjórn Íslandsbanka muni ræða við ríkisstjórnina. „Það er einmitt eitt af því sem þarf að skoða mjög vel og eitthvað sem við þurfum að ræða við ríkið líka. Við þurfum að gera allt til að styðja þau í þeirra ferli og þeirra vinnu sem er fram undan,“ segir Jón Guðni. Gæti strandað hjá Samkeppniseftirlitinu Snorri Jakobsson hagfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fyrstu viðbrögð hans við tilkynningu um samruna voru að það yrði ekki hægt. Samkeppniseftirlitið myndi ekki heimila samrunann. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, sagði samrunann byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu. „Ég held að þau [Samkeppniseftirlitið] muni skoða þetta út frá evrópska regluverkinu og taka sér góðan tíma í það. Sé það hægt að tryggja að þessi skilyrði, sem eru fyrir láréttum samruna svona stórra fyrirtækja, séu uppfyllt þá held ég að þau verði að taka þetta til alvarlegrar skoðunar,“ segir Benedikt. Málið sé nú á borði stjórnar Íslandsbanka. Samþykki hún samrunann gæti samkeppnisskoðun tekið eitt til eitt og hálft ár. Samþætting bankanna tæki síðan eitt til tvö ár í viðbót.
Arion banki Íslandsbanki Neytendur Tengdar fréttir Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. 15. febrúar 2025 13:30 Almenningur fær forgang og lægsta verðið Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. 14. febrúar 2025 18:10 Mest lesið Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. 15. febrúar 2025 13:30
Almenningur fær forgang og lægsta verðið Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. 14. febrúar 2025 18:10