„Miðað við spilamennskuna þá mundum við hverjir við erum og hvað við höfum. Það hefur ekki alltaf verið þannig á þessari leiktíð,“ sagði Pep eftir sannfærandi 4-0 sigur.
„Við reynum ávallt en stundum gengur það ekki. Ég er mjög ánægður með hraðann og ákefðina sem við sýndum í sóknarleik okkar. Nico González og Abdukodir Khusanov voru magnaðir.“
„Við þurfum að vinna leiki sem þessa til að tryggja sæti okkar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Við verðum að sýna álíka frammistöðu og í dag til að senda stuðningsfólk okkar heim með bros á vör.“
„Omar Marmoush spilaði vel í Þýskalandi, leikmaður með hans gæði og hraða. Ég var ánægður með hvernig hann tók mörk sín. Hann klikkaði á færum gegn Leyton Orient (í enska bikarnum) en hann var virkilega góður á síðasta þriðjung í dag.“
„Erling Haaland hefur skrifað undir tíu ára samning svo ég hef tilfinningu fyrir honum sem fyrirliða. Ég er virkilega ánægður fyrir hans hönd,“ sagði þjálfarinn og sagði það aðeins tímaspursmál hvenær Haaland yrði fyrirliði liðsins.