Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:48 Jude Bellingham trúði því varla að hann hefði fengið að líta rauða spjaldið í gær. Getty/Juan Manuel Serrano Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel. Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn. Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn.
Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira