Lífið

Kom fram í fyrsta skipti eftir and­lát eigin­mannsins

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hjónin Jeff Baena og Aubrey Plaza árið 2016.
Hjónin Jeff Baena og Aubrey Plaza árið 2016. Getty

Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena.

Plaza kom fram á fimmtíu ára afmælistónleikum Saturday Night Live. Innkoma hennar var í styttri kantinum, en hún kynnti inn Miley Cyrus og Brittany Howard, sem sungu Nothing Compares 2 U, sem er þekktast í flutningi Sinéad O’Connor.

Þann 3. janúar síðastliðinn lést eiginmaður Plaza, Jeff Baena kvikmyndagerðarmaður, vegna sjálfsvígs. Síðan hefur lítið farið fyrir Plaza, sem er hvað þekktust fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum White Lotus.

Hún kom þó fram í auglýsingu í kringum Super Bowl um þarsíðustu helgi. En gera má ráð fyrir að sú auglýsing hafi verið kvikmynduð fyrir andlát Baena.


Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.