Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Jón Þór Stefánsson skrifar 18. febrúar 2025 14:01 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur sem rennur út í dag. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira