„Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 11:31 Eggert Aron Guðmundsson hefur leikið með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Getty/Seb Daly Eggerti Aroni Guðmundssyni brá heldur betur þegar hann lenti í Málaga á Spáni og norskir blaðamenn tóku á móti honum. Eggert skrifaði undir við Brann um helgina. Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Norski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Norski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira