„Vekur athygli“ að Arion hafi ekki fært upp virði verðmætra þróunareigna

Stærsti einkafjárfestirinn í Arion segir að væntingar sínar hafi staðið til þess að bankinn myndi endurmeta virði eignarhluta bankans í verðmætum þróunareignum, sem eru Blikastaðalandið og Arnarlandið, en „einhverra hluta vegna“ hafi stjórnendur ekki gert það þótt framgangur þeirra verkefna undanfarin misseri sé augljós. Þá segist forstjóri Stoða, sem situr í stjórn Bláa lónsins, að ef ytri þættir verði hagfelldir í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufélagsins þá verði mögulega hægt að ráðast í skráningu í Kauphöllina á næsta ári.
Tengdar fréttir

Séríslenskar kvaðir á bankakerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmismörk“
Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu.

Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði
Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir.