Íslenski boltinn

Víkingur stað­festir komu Gylfa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Víkingar tilkynntu Gylfa Þór með þessari mynd. Þetta er samsett mynd og skrokkurinn virðist vera af Oliver Ekroth.
Víkingar tilkynntu Gylfa Þór með þessari mynd. Þetta er samsett mynd og skrokkurinn virðist vera af Oliver Ekroth. mynd/víkingur

Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið.

Vísir greindi frá því fyrst allra í morgun að Valur hefði ákveðið að selja Gylfa og síðan að Gylfi hefði ákveðið að semja við Víking.

Valur tók kauptilboði frá bæði Víkingi og Breiðablik. Gylfi ákvað síðan að semja við Víking.

Söluverðið er á bilinu 15-20 milljónir króna samkvæmt heimildum.

Það þarf ekki að fjölyrða mikið um hversu mikill hvalreki þetta er fyrir Víking sem er nýbúið að missa Danijel Dejan Djuric.

Gylfi Þór er 35 ára gamall og verður 36 ára í lok næsta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×