Innlent

Kærðir fyrir að stunda fólks­flutninga í ó­leyfi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku.
Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi í dag, en til viðbótar hafa sjö verið kærðir fyrir ásþungabrot, þrír fyrir frágang á farmi og tveir fyrir ranga notkun ökutækja.

„Kært var fyrir fjölda annarra umferðarlagabrota en 41 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur og tíu fyrir réttindaleysi við akstur. Fimm voru stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur og þrir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna,“ segir ennfermur í yfirliti lögreglunnar um verkefni liðinnar viku.

Þá urðu slys á fólki í þremur af sex skráðum umferðaróhöppum í umdæminu auk þess sem þrjú ný fíkniefnamál eru til rannsóknar. „Á annan tug nýskráninga á hegningarlagabrotum og eru til rannsóknar. Má þar nefna líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll,“ segir ennfermur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×