Innlent

Heilsu­gæslan sektuð af Per­sónu­vernd og brott­hvarf Gylfa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Rússland og Bandaríkin hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi. Sendiherrar verða skipaðir í ríkjunum ríkin stefna á að semja um endalok stríðsins í Úkraínu.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur verið sektuð um fimm milljónir króna af Persóuvernd. Tólf utanaðkomandi aðilar, þar á meðal Samgöngustofa og KSÍ, höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Rætt verður við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar, í beinni.

Einnig verður rætt við Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, í beinni útsendingu en hann leggur til að fólk geti ráðstafað nefskatti sínum til þeirra fjölmiðla sem það vill.

Og við lítum við á Tenerife, þangað sem tvö þúsund Íslendingar ferðast í hverri viku yfir vetrartímann.

Í sportinu verður rýnt í brotthvarf Gylfa Þórs Sigurðssonar úr Val og Í Íslandi í dag verða öryggisráðstafnir á Breiðamerkurjökli, þar sem bandarískur ferðamaður fórst í sumar, kannaðar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×