„Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. febrúar 2025 09:45 Páll Ágúst Ólafsson er lögmaður manns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu í sjúkraskrá. Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira
Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira