Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2025 07:30 Tiger Woods átti ekki gott kvöld í TGL deildinni sinni og sló eitt afar slæmt högg. Getty/Ben Jared Hlutirnir gengu ekki alveg nógu vel hjá Tiger Woods í nýju golfhermisdeildinni hans í nótt. Liðsfélagar hans í Jupiter Links gátu ekki bjargað honum því þeir áttuðu sig of seint að eitthvað var að. TGL deildin er spiluð í glæsilegum golfhermi innanhúss og er á sínu fyrsta tímabili. Tiger Woods og Rory McIlroy standa sjálfir á bak við þessa nýstárlegu golfdeild sem er nýstárleg blanda af golfhermi og venjulegu golfi. Þetta er liðakeppni og í nótt áttu Tiger og félagar í Jupiter Links leik á móti New York. Tiger átti að slá og það voru 199 jardar í holuna. Woods bað um staðfestingu á fjarlægðinni en heyrði ekki 199 jarda heldur 99 jarda. Woods tók því upp sandfleyg og sló hundrað jarda högg. Það var auðvitað alltof stutt. „Ég heyrði 99 jarda, fór út og sló þannig,“ sagði Tiger Woods í viðtali á ESPN sem sýndi frá keppninni. Hann var á þrettándu holu í einvígi sínu við Cameron Young í liði New York sem hann tapaði. „Þetta er eitt það vandræðalegasta á golfferlinum,“ sagði Woods hlæjandi „Ég bara klúðraði þessu, þetta var svo vandræðalegt,“ sagði Woods. Liðsfélagar hans, Kevin Kisner og Tom Kim, veltust líka um úr hlátri. Þegar kemur að leiknum sjálfum þá vann New York öruggan 10-3 sigur. Tiger Woods grabbed the wrong club and Rickie Fowler wasn't gonna let it slide 😂 @TGL pic.twitter.com/EK6Qg45ybd— ESPN (@espn) February 19, 2025 Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
TGL deildin er spiluð í glæsilegum golfhermi innanhúss og er á sínu fyrsta tímabili. Tiger Woods og Rory McIlroy standa sjálfir á bak við þessa nýstárlegu golfdeild sem er nýstárleg blanda af golfhermi og venjulegu golfi. Þetta er liðakeppni og í nótt áttu Tiger og félagar í Jupiter Links leik á móti New York. Tiger átti að slá og það voru 199 jardar í holuna. Woods bað um staðfestingu á fjarlægðinni en heyrði ekki 199 jarda heldur 99 jarda. Woods tók því upp sandfleyg og sló hundrað jarda högg. Það var auðvitað alltof stutt. „Ég heyrði 99 jarda, fór út og sló þannig,“ sagði Tiger Woods í viðtali á ESPN sem sýndi frá keppninni. Hann var á þrettándu holu í einvígi sínu við Cameron Young í liði New York sem hann tapaði. „Þetta er eitt það vandræðalegasta á golfferlinum,“ sagði Woods hlæjandi „Ég bara klúðraði þessu, þetta var svo vandræðalegt,“ sagði Woods. Liðsfélagar hans, Kevin Kisner og Tom Kim, veltust líka um úr hlátri. Þegar kemur að leiknum sjálfum þá vann New York öruggan 10-3 sigur. Tiger Woods grabbed the wrong club and Rickie Fowler wasn't gonna let it slide 😂 @TGL pic.twitter.com/EK6Qg45ybd— ESPN (@espn) February 19, 2025
Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira