Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:01 Gylfi Þór í leik með Valsmönnum. vísir/hulda margrét Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni Besta deild karla Valur Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni
Besta deild karla Valur Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira