Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 12:05 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira