Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 13:30 Inga Sæland virðist síður njóta trausts en aðrir ráðherrar. Vísir/Vilhelm Þriðjungur þjóðarinnar hefur minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrunum ellefu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra hvað væntingar varðar. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira