Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar 19. febrúar 2025 16:32 Í fyrri grein um þetta efni sem birt var hér í Vísi 13.11.2024, kom fram að mér hefði verið neitað um tölfræðilegar upplýsingar um niðurstöður kæra í nauðgunarmálum hjá Ríkissaksóknara. Ég hefði kært það til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurður hennar er á þá leið að ríkissaksóknara sé ekki skylt að verða við beiðni minni um upplýsingarnar. Hún er byggð á þremur aðalatriðum: Í fyrsta lagi þeim upplýsingum frá ríkissaksóknara að vinnsla upplýsinganna taki svo langan tíma að það sé ekki hægt og „myndi koma niður á öðrum lög-bundnum verkefnum embættisins sem gæta þurfi að málshraða í“ eins og þar stendur. Í sama skjali er upplýst að um sé að ræða nokkurra daga vinnu að taka þær saman. Ekki er það nefnt í úrskurðinum heldur lögð áhersla á mikla vinnu. Í lögunum stendur að ákvæðið um mikla vinnu eigi einungis að koma til álita í undantekningatilfellum. Ekkert er heldur minnst á það í úrskurðinum. Í öðru lagi liggi upplýsingarnar ekki fyrir heldur þurfi að vinna þær. Stofnun eins og Ríkissaksóknara sé einungis skylt að birta upplýsingar sem fyrir liggi, ekki þær sem þurfi að vinna. Ég hafði bent á að ég hafði séð flestar upplýsingarnar sem ég hafði beðið um fyrir árið 2014 í dagblaði. Einhvern tíma þótti því rétt að birta einhverjar upplýsingar þótt þær séu ekki á lausu um þessar mundir (og taki tíma að vinna þær). Ríkissaksóknari segist reyndar vera tilbúinn til þess að afhenda gögnin hefðu þau þegar verið unnin þegar beiðnin um þau barst. Í þriðja lagi vegna þeirra upplýsinga frá ríkissaksóknara að hann líti svo á að upplýsingarnar og gögnin varði rannsókn sakamáls eða saksókn. Ákvæði um aðgang samkvæmt upplýsingalögum eigi ekki við um slíkar upplýsingar og gögn sem almennt er óheimilt að veita öðrum aðgang að en aðilum einstakra mála og löggæsluyfirvöldum. Samkvæmt heilbrigðri skynsemi hlýtur að vera átt við persónugreinanleg gögn. Einungis var beðið um tölfræðilegar upplýsingar sem í eðli sínu eru ekki persónugreinanlegar. Mér er ómögulegt að skilja að ekki megi birta tölur um þetta málefni. Hvers vegna er þá lögreglunni heimilt að birta tölfræðilegar upplýsingar um sakamál í þjóðfélaginu. Heilbrigð skynsemi virðist ekki vera hátt skrifuð hjá Úrskurðarnefnd upplýs-ingamála frekar en annars staðar í dómskerfinu. Nefndin virðist leyfa sér að greina ekki þar á milli og notfæra sér hugsanlega hroðvirkni Alþingis í lagasetningunni til þess að úrskurða ríkissaksóknara í hag. Að minnsta kosti hefur mér ekki tekist að sjá þá aðgreiningu í yfirlestri. Í kæru minni til nefndarinnar hefur af minni hálfu í fyrsta lagi verið lögð á það áhersla að þetta mál hafi verið til umfjöllunar í þjóðfélaginu og mikið í umræðunni. Ég lagði á það áherslu að umræddar upplýsingar ættu samkvæmt því erindi til landsmanna. Nefndin bregst ekki við því. Að bregðast ekki við rökum þess sem dæmt er í mót er reyndar alvanalegt meðal dómara. Einnig má skilja þetta þannig hún telji að almenningi komi málið lítið eða ekki við. Hafi það verið ásetningur Alþingis að ekki megi birta tölur um sakamál þá stenst auðvitað úrskurður nefndarinnar fullkomlega og sá tilgangur laganna kom-inn í ljós að hefta upplýsingastreymi til almennings. Einnig sá tilgangur Alþingis að ríghalda í það að nauðganir séu nánast refsilausar á þeim forsendum að því er virðist að það eina sem sé að er að það sé svo erfitt að sanna að þær hafi farið fram. Hvernig er það annars. Er það ekki Alþingi sem fer með löggjafarvaldið í þessu landi. Meðan það vinnur ekki bráðan bug að því að aðlaga löggjöfina að þessum málaflokki, meðal annars með því að aðlaga sönnunarbyrðina að raun-veruleikanum í honum er augljós stuðningur þess við að nauðganir séu refsi-lausar. Enda séu það yfirleitt stúlkur meðal almennings sem séu fórnarlömbin. Það geri bara ekkert til að hundruð þeirra séu í sárum. Aðalatriðið sé að einn hinna hundruða ákærðu fái ekki rangan dóm enda andi laganna frá þeim tíma þegar gerendur voru framar öðrum fyrirmenn í þjóðfélaginu. Ég benti í öðru lagi á markmið upplýsingalaganna sem fram koma strax í upp-hafi þeirra. Þar stendur: „Markmið laga þessara er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna meðal annars í þeim tilgangi að styrkja: 1. upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, 2. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, 3. aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum, 4. möguleika fjölmiðla til þess að miðla upplýsingum um opinber málefni, 5. traust almennings á stjórnsýslunni.“ Ekkert er minnst á þau í úrskurðinum. Mér finnst að öll markmið laganna séu brotin með úrskurðinum. Mér finnst reyndar að þau séu þarna einkum til skrauts. Byggi ég það á því að í lagagrein-unum sem á eftir koma, og fylla allt að 10 vélritaðar blaðsíður, er að langmestu leyti að finna takmarkanir á þessum markmiðum sem nefndarmenn í Úrskurðar-nefnd upplýsingamála virðast notfæra sér til hins ýtrasta án þess að láta markmið-in koma sér við. Lögreglan og Ríkissaksóknari virðast eftir því sem ég best get séð reyna að vera ekki eftirbátar Alþingis í þessu máli og halda sig við ofangreindan anda laganna. Mjög hefur virst bregða við að rannsóknir nauðgunarmála séu skornar við nögl og tilhneiging til að láta sér nægja orð gegn orði án frekari rannsóknar að ráði. Vel má vera að fjárveitingum sé að einhverju leyti um að kenna. Mér hefur skilist að nokkur fórnarlömb hafi sammælst um að kæra stjórnvöld á Íslandi vegna nokkurra niðurstaða dómstóla hér á landi til Mannréttindadómstólsins. Þar gæti ég trúað að meðal annars verði beitt þeim rökum að ótrúlega fá mál séu kærandanum í vil og þá væntanlega beitt þeim tölum sem almenningur hér á landi má ekki berja augum og dómskerfið sjálft virðist ekki heldur vilja sjá. Kannski skammast þeir sín? Kannski verða það á endanum erlendir dómstólar sem skipi þeim íslensku fyrir verkum. Það verður ekki í fyrsta sinn og væntan-lega heldur ekki það síðasta. Ég verð að segja að ég vona innilega að svo verði. Hér virðast blaða og fréttamenn einnig eiga hlut að máli. Þeir gagnrýnendur dómskerfisins sem ég hef talað við kveða allir upp úr með það að tregða fjölmiðlafólks til birtingar á gagnrýni á vinnubrögð innan Alþingis og dómskerfisins sé viðbrugðið. Það gildir ekki síður miðla sem segjast styðja litla manninn í þjóðfélaginu. Ef til vill gildir sá stuðningur bara viss mál en ekki önnur. Birting aðsendra greina um þessi mál hér í Vísi virðist vera undantekning frá aðalreglunni. Í úrskurðinum sem hér er rætt um gætir að mínu mati mjög eftirfarandi einkenna eins og í dómskerfinu öllu og einnig í lagasetningum Alþingis. 1. Réttlæti hins sterka. 2. Úrelt dómskerfi, það er viðmiðum laga og úrskurða við þjóðfélag sem ekki er lengur til eða ætti ekki að vera lengur til. 3. Virðingarleysi við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi. 4. Hroðvirkni í lagasetningum, úrskurðum og dómum sem meðal annars virð-ast koma fram í þeim sið dómara og úrskurðarmanna að rökstyðja helst einungis dóma og úrskurði frá sjónarmiði þess sem vinnur málið. Það þýðir í raun að auðvelt sé að dæma hverjum sem er í vil. Hvenær ætlar þessu að linna. Hvenær skyldi Alþingi, dómskerfið og fjölmiðla-fólk taka þá ábyrgð sem þeim ber. Við þurfum sem fyrst að eignast það burðugt dómskerfi að í heilum málaflokkum sé ekki miklu réttara að kasta upp um niður-stöðuna en að fá kveðinn upp dóm, ef réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera markmiðið. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein um þetta efni sem birt var hér í Vísi 13.11.2024, kom fram að mér hefði verið neitað um tölfræðilegar upplýsingar um niðurstöður kæra í nauðgunarmálum hjá Ríkissaksóknara. Ég hefði kært það til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurður hennar er á þá leið að ríkissaksóknara sé ekki skylt að verða við beiðni minni um upplýsingarnar. Hún er byggð á þremur aðalatriðum: Í fyrsta lagi þeim upplýsingum frá ríkissaksóknara að vinnsla upplýsinganna taki svo langan tíma að það sé ekki hægt og „myndi koma niður á öðrum lög-bundnum verkefnum embættisins sem gæta þurfi að málshraða í“ eins og þar stendur. Í sama skjali er upplýst að um sé að ræða nokkurra daga vinnu að taka þær saman. Ekki er það nefnt í úrskurðinum heldur lögð áhersla á mikla vinnu. Í lögunum stendur að ákvæðið um mikla vinnu eigi einungis að koma til álita í undantekningatilfellum. Ekkert er heldur minnst á það í úrskurðinum. Í öðru lagi liggi upplýsingarnar ekki fyrir heldur þurfi að vinna þær. Stofnun eins og Ríkissaksóknara sé einungis skylt að birta upplýsingar sem fyrir liggi, ekki þær sem þurfi að vinna. Ég hafði bent á að ég hafði séð flestar upplýsingarnar sem ég hafði beðið um fyrir árið 2014 í dagblaði. Einhvern tíma þótti því rétt að birta einhverjar upplýsingar þótt þær séu ekki á lausu um þessar mundir (og taki tíma að vinna þær). Ríkissaksóknari segist reyndar vera tilbúinn til þess að afhenda gögnin hefðu þau þegar verið unnin þegar beiðnin um þau barst. Í þriðja lagi vegna þeirra upplýsinga frá ríkissaksóknara að hann líti svo á að upplýsingarnar og gögnin varði rannsókn sakamáls eða saksókn. Ákvæði um aðgang samkvæmt upplýsingalögum eigi ekki við um slíkar upplýsingar og gögn sem almennt er óheimilt að veita öðrum aðgang að en aðilum einstakra mála og löggæsluyfirvöldum. Samkvæmt heilbrigðri skynsemi hlýtur að vera átt við persónugreinanleg gögn. Einungis var beðið um tölfræðilegar upplýsingar sem í eðli sínu eru ekki persónugreinanlegar. Mér er ómögulegt að skilja að ekki megi birta tölur um þetta málefni. Hvers vegna er þá lögreglunni heimilt að birta tölfræðilegar upplýsingar um sakamál í þjóðfélaginu. Heilbrigð skynsemi virðist ekki vera hátt skrifuð hjá Úrskurðarnefnd upplýs-ingamála frekar en annars staðar í dómskerfinu. Nefndin virðist leyfa sér að greina ekki þar á milli og notfæra sér hugsanlega hroðvirkni Alþingis í lagasetningunni til þess að úrskurða ríkissaksóknara í hag. Að minnsta kosti hefur mér ekki tekist að sjá þá aðgreiningu í yfirlestri. Í kæru minni til nefndarinnar hefur af minni hálfu í fyrsta lagi verið lögð á það áhersla að þetta mál hafi verið til umfjöllunar í þjóðfélaginu og mikið í umræðunni. Ég lagði á það áherslu að umræddar upplýsingar ættu samkvæmt því erindi til landsmanna. Nefndin bregst ekki við því. Að bregðast ekki við rökum þess sem dæmt er í mót er reyndar alvanalegt meðal dómara. Einnig má skilja þetta þannig hún telji að almenningi komi málið lítið eða ekki við. Hafi það verið ásetningur Alþingis að ekki megi birta tölur um sakamál þá stenst auðvitað úrskurður nefndarinnar fullkomlega og sá tilgangur laganna kom-inn í ljós að hefta upplýsingastreymi til almennings. Einnig sá tilgangur Alþingis að ríghalda í það að nauðganir séu nánast refsilausar á þeim forsendum að því er virðist að það eina sem sé að er að það sé svo erfitt að sanna að þær hafi farið fram. Hvernig er það annars. Er það ekki Alþingi sem fer með löggjafarvaldið í þessu landi. Meðan það vinnur ekki bráðan bug að því að aðlaga löggjöfina að þessum málaflokki, meðal annars með því að aðlaga sönnunarbyrðina að raun-veruleikanum í honum er augljós stuðningur þess við að nauðganir séu refsi-lausar. Enda séu það yfirleitt stúlkur meðal almennings sem séu fórnarlömbin. Það geri bara ekkert til að hundruð þeirra séu í sárum. Aðalatriðið sé að einn hinna hundruða ákærðu fái ekki rangan dóm enda andi laganna frá þeim tíma þegar gerendur voru framar öðrum fyrirmenn í þjóðfélaginu. Ég benti í öðru lagi á markmið upplýsingalaganna sem fram koma strax í upp-hafi þeirra. Þar stendur: „Markmið laga þessara er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna meðal annars í þeim tilgangi að styrkja: 1. upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, 2. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, 3. aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum, 4. möguleika fjölmiðla til þess að miðla upplýsingum um opinber málefni, 5. traust almennings á stjórnsýslunni.“ Ekkert er minnst á þau í úrskurðinum. Mér finnst að öll markmið laganna séu brotin með úrskurðinum. Mér finnst reyndar að þau séu þarna einkum til skrauts. Byggi ég það á því að í lagagrein-unum sem á eftir koma, og fylla allt að 10 vélritaðar blaðsíður, er að langmestu leyti að finna takmarkanir á þessum markmiðum sem nefndarmenn í Úrskurðar-nefnd upplýsingamála virðast notfæra sér til hins ýtrasta án þess að láta markmið-in koma sér við. Lögreglan og Ríkissaksóknari virðast eftir því sem ég best get séð reyna að vera ekki eftirbátar Alþingis í þessu máli og halda sig við ofangreindan anda laganna. Mjög hefur virst bregða við að rannsóknir nauðgunarmála séu skornar við nögl og tilhneiging til að láta sér nægja orð gegn orði án frekari rannsóknar að ráði. Vel má vera að fjárveitingum sé að einhverju leyti um að kenna. Mér hefur skilist að nokkur fórnarlömb hafi sammælst um að kæra stjórnvöld á Íslandi vegna nokkurra niðurstaða dómstóla hér á landi til Mannréttindadómstólsins. Þar gæti ég trúað að meðal annars verði beitt þeim rökum að ótrúlega fá mál séu kærandanum í vil og þá væntanlega beitt þeim tölum sem almenningur hér á landi má ekki berja augum og dómskerfið sjálft virðist ekki heldur vilja sjá. Kannski skammast þeir sín? Kannski verða það á endanum erlendir dómstólar sem skipi þeim íslensku fyrir verkum. Það verður ekki í fyrsta sinn og væntan-lega heldur ekki það síðasta. Ég verð að segja að ég vona innilega að svo verði. Hér virðast blaða og fréttamenn einnig eiga hlut að máli. Þeir gagnrýnendur dómskerfisins sem ég hef talað við kveða allir upp úr með það að tregða fjölmiðlafólks til birtingar á gagnrýni á vinnubrögð innan Alþingis og dómskerfisins sé viðbrugðið. Það gildir ekki síður miðla sem segjast styðja litla manninn í þjóðfélaginu. Ef til vill gildir sá stuðningur bara viss mál en ekki önnur. Birting aðsendra greina um þessi mál hér í Vísi virðist vera undantekning frá aðalreglunni. Í úrskurðinum sem hér er rætt um gætir að mínu mati mjög eftirfarandi einkenna eins og í dómskerfinu öllu og einnig í lagasetningum Alþingis. 1. Réttlæti hins sterka. 2. Úrelt dómskerfi, það er viðmiðum laga og úrskurða við þjóðfélag sem ekki er lengur til eða ætti ekki að vera lengur til. 3. Virðingarleysi við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi. 4. Hroðvirkni í lagasetningum, úrskurðum og dómum sem meðal annars virð-ast koma fram í þeim sið dómara og úrskurðarmanna að rökstyðja helst einungis dóma og úrskurði frá sjónarmiði þess sem vinnur málið. Það þýðir í raun að auðvelt sé að dæma hverjum sem er í vil. Hvenær ætlar þessu að linna. Hvenær skyldi Alþingi, dómskerfið og fjölmiðla-fólk taka þá ábyrgð sem þeim ber. Við þurfum sem fyrst að eignast það burðugt dómskerfi að í heilum málaflokkum sé ekki miklu réttara að kasta upp um niður-stöðuna en að fá kveðinn upp dóm, ef réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera markmiðið. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun