Víkingar kæmust í 960 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:31 Víkingar fögnuðu fræknum og sögulegum sigri gegn Panathinaikos fyrir viku. Hvað gerist í kvöld? Getty/Ville Vuorinen Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA. Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Sjá meira
Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Sjá meira