Fjölskyldan fór fljótt úr því að vera vísitölufjölskylda í heldur fjölmennari tölu. En fyrir áttu þau tvær dætur, sem voru þá tveggja og fjögurra ára. Nú er hús stórfjölskyldunnar komið á sölu þar sem stækkandi börn þurfa meira pláss.
Aukin lofthæð og stórbrotið útsýni
Umrætt hús var byggt árið 2003 og er samtals 244 fermetra að stærð á tveimur hæðum. Ásett verð er 169,9 milljónir.
Gengið er inn á efri hæð hússins í bjarta og rúmgóða forstofu, sem leiðir inn í opið alrými með gólfsíðum gluggum, og stórbrotnu útsýni yfir höfuðborgina, Grafarvog, að Snæfellsjökli og Esjunni.
Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum. Í eldhúsinu er ljós viðarinnrétting með góðu skápaplássi, og stein á borðum. Á gólfum í eldhúsi g borðstofu eru dökkar flísar og niðurlímt viðarparket í stofunni.
Steyptur parketlagður stigi með fallegu glerhandriði leiðir niður á neðri hæð hússins sem skiptist sjónvarpsrými, þrjú svefnherbergi og hjónasvítu með sér bað- og fataherbergi.
Útgengt er af báðum hæðum á stóra skjólsæla viðarverönd með heitum og köldum potti, og gufu.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.









