„Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2025 07:03 Þrír mótmælenda fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu á vettvangi eftir að lögregla beitti piparúða á mótmælum þann 31. maí í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Nímenningarnir sem stefna íslenskra ríkinu vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar segja af og frá að mótmælendur hafi skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða. Stefnendur eru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Hvert þeirra krefst 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Öll voru þau beitt piparúða og lýstu því fyrir dómi að hafa fundið fyrir áhrifum þess í nokkra daga eftir atburðina sjálfa. Áhrifin voru til dæmis mikill kláði, sviði og einhver þeirra lýstu því að hafa skolfið í nokkra klukkutíma eftir að hafa fengið úðann yfir sig. Þá lýstu þau einnig miklu áfalli og andlegum áhrifum þess til lengri og skemmri tíma að hafa fengið úðann yfir sig. Hvenær má beita valdi og hvernig má mótmæla? Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Aðalmeðferðin fór fram á föstudag sem þýðir að niðurstöðu megi vænta í málinu eftir fjórar vikur. Átta af níu stefnendum gáfu skýrslu á föstudag auk nokkurra lögreglumanna sem voru á vettvangi og vitna. Við aðalmeðferð var vel farið yfir aðstæður á vettvangi og markmið aðgerða lögreglunnar, sem var að koma ráðherrum til og frá dómsal og að halda allsherjarreglu. Fundur ráðherranna fór fram í húsnæði umhverfisráðuneytisins í Skuggasundi og hafði lögregla komið upp lokunum við báða enda Skuggasundsins auk þess sem þriðju lokuninni var komið fyrir í porti á milli húsa. Portið leiddi út á bílastæði þar sem bílstjórar einhverra ráðherranna höfðu lagt bílum þeirra á meðan fundi stóð. Skýringarmynd af þessu má sjá hér að neðan. Fyrstu mótmlendur voru mættir um 8.30 þegar fundur ráðherra hófst. Öllu var síðan lokið um klukkan 11. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Vísir/Sara Fjöldi í dómsal Töluverður fjöldi var viðstaddur aðalmeðferðina til að styðja stefnendur og mátti merkja mikinn samhug þeirra á milli. Þá mátti einnig sjá að þeim varð við þegar upptökurnar af mótmælunum voru spilaðar og þau tóku utan um hvort annað. Við aðalmeðferð var sýndur fjöldi upptaka úr farsímum fólks á vettvangi, úr öryggismyndavélum og úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru við vinnu. Lukka Sigurðarsdóttir var fyrst til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins.Vísir/Vilhelm „Fólki var mjög heitt í hamsi út af ástandinu en að öðru leyti var þetta ekkert öðruvísi,“ sagði Steinunn Lukka Sigurðardóttir við aðalmeðferð á föstudag um aðstæður þegar hún kom á mótmælin. Ástandið sem hún á við er stríðið á Gasa sem hafði á þessum tíma staðið í um hálft ár. Hópurinn sem kom saman til að að mótmæla var ósáttur við viðbragðsleysi stjórnvalda. Steinunn Lukka er ein þeirra sem fékk piparúða yfir sig og lýsti því þegar það gerðist, auk þess sem viðstaddir sáu myndband af því frá nokkrum sjónarhornum. Myndbandið var hluti dómsgagna en það má sjá að neðan. Sjá einnig: Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár „Ég sá vin minn á grúfu lögreglumann yfir honum með brúsa. Ég hugsaði ekki, ég ætlaði bara að hjálpa vini mínum,“ sagði Lukka og að áður en lögreglumaðurinn spreyjaði yfir hana hafi hún ekki fengið nein fyrirmæli um að færa sig. Í myndbandsupptökunum úr búkmyndavélum má þó heyra lögreglumanninn gefa fyrirmæli en hún sagðist ekki hafa heyrt þau. Hún lýsir því að hafa fengið mikið magn piparúða yfir sig og það sést í myndbandinu en Lukka er sú sem er í brúnu kápunni. „Ég man eftir augnaráði lögreglumannsins sem sprautaði á mig. Það var mjög grimmt og því fylgdu engin orð,“ sagði Lukka. Annar stefnenda, Nerea Enriquez Santos, sem sést í einu myndbandinu liggja á götunni og læsa sig við annan mótmælanda, lýsir því að hafa gert það til að finna samstöðu. Það hafi verið skyndiákvörðun. Hún sagðist, eins og aðrir, ekki hafa heyrt fyrirmæli lögreglunnar eða ekki fengið þau. Hún sagðist hafa séð lögreglu færa fólk af götunni en samt talið rétt að standa ekki upp. Tilgangur mótmælanna hafi verið að tefja för ráðherra og því hafi hún ekki staðið upp. Ekki sammála stefnu stjórnvalda „Af því að ástæðan fyrir því að allir voru þarna var að við vorum ekki sammála stefnu stjórnvalda í málum Palestínu og við vorum að sýna það. Þetta var besta lausnin,“ sagði Nerea við aðalmeðferðina. Þriðji stefnandinn, Lea María Lemarquis, lýsti því fyrir dómi að hafa mætt nokkuð yfirveguð á mótmælin þegar um klukkustund var liðin en hafi á sama tíma verið mjög ósátt við framgöngu stjórnvalda í málefnum Palestínu. Hún lýsir því að fólk hafi verið þreytt, kalt og blautt þegar hún mætti en nokkuð rigndi um morguninn. Fljótlega hafi hún séð trommur sem ekki voru í notkun og ákveðið að taka þær til að berja á þær og hrópa með. Í myndbandinu má sjá Leu ágætlega en hún er í grænni kápu og heldur á trommunni. Lea lýsti því í aðalmeðferðinni að hún hafi, stuttu eftir að hún mætti, skynjað að það væri hiti í fólki. Einn lögreglumannanna hafi rykkt stálgirðingu að henni og henni brugðið svo að hún hafi gargað á hann að gera munnleg fyrirmæli. Síðar á mótmælunum hafi hún mætt sama lögreglumanni sem hafi skipað henni upp á gangstétt en henni þótt fyrirmælin „fáránleg“ því hún hafi staðið á bílastæði. Hún hafi síðar lagst í jörðina og lögreglan svo dregið hana upp á gangsett. „Mér var mjög brugðið því þetta var rosalega harkalegt. Allur líkaminn skrapaðist,“ sagði Lea um þessar aðferðir lögreglunnar. Henni hafi verið brugðið því hún hafi búist við því að fólk yrði fjarlægt en ekki með þessum hætti. Önnur lokun lögreglunnar við efri enda Skuggasunds. Hér var ráðherrabílunum ekið inn til að skila ráðherrum á fund og til að sækja þá. Eftir það þurfti svo að aka bílunum í gegnum aðra álíka þvögu mótmælenda við aðra lokun neðst í Skuggasundi.Vísir/Elín Margrét Þá lýsti hún því einnig þegar hún fékk yfir sig piparúða. „Það var ekki hægt annað. Það var ekki úðað á mig af stuttu færi en það var mökkur í loftinu og ég blindaðist. Ég þurfti að þvo mér rækilega eftir þetta.“ Lea sagðist ekki hafa orðið vör við að mótmælendur væru að beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk. Þá kannist hún ekki við að mótmælendur væru að skipuleggja það. „Það var til dæmis óskipulagt að leggjast í jörðina. Ég fylgdi bara fordæmi annarra. Ákvörðunin er tekin hratt en fyrir mér er meiningin mjög djúp,“ sagði Lea. Hún hefði frá áramótum reynt að fá fund eða viðtal við ráðherra vegna undirskriftalista sem hún stóð fyrir í tengslum við ákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael í Alþjóðadómstólnum. Þar sakaði Suður-Afríka Ísrael um að fremja þjóðarmorð á Gasa. Fyrir mér horfði þetta þannig við mér að við höfðum verið svívirt og algjörlega vanvirt. Lea María Lögmaður ríkisins, Sonja Hjördís Berndsen, tók þá við og spurði Leu út í aðferðir lögreglunnar og hverju Lea hefði búist við frá lögreglu við þessar aðstæður og á hvaða hátt hún hefði búist við því að fólk yrði fjarlægt. Sjá einnig: Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi „Með vægari valdbeitingu. Ég bjóst við handtökum. Það hefði ekki komið mér í opna skjöldu þó fólk hefði verið handtekið,“ sagði Lea. Heyrði ekki fyrirmæli lögreglunnar Á eftir Leu kom Qussay Odeh sem er eini Palestínumaðurinn í hópi stefnenda. Hann sagði fyrir dómi að tilgangur mótmælanna, fyrir honum, hefði verið að fá ríkisstjórnina „til að gera eitthvað gegn þjóðarmorði“. „Ég er ekki bara Palestínumaður, ég er manneskja. Hvernig er hægt að horfa á þjóðarmorð og gera ekkert?“ sagði hann. Á myndinni má sjá tvo stefnendur, Elía og Nereu og túlkinn Gabríel.Vísir/Vilhelm Í upptökum úr búkmyndavélum og af samfélagsmiðlum má sjá Qussay standa á miðri götunni við efri lokunina og lögregluna spreyja á hann nokkrum sinnum. Hann haggast þó ekki við það. Sonja spurði hann hvers vegna hann færði sig ekki og hann sagðist ekki hafa heyrt fyrirmæli lögreglunnar. Hann tók fram að þó svo að fyrirmælin heyrist vel í upptökum úr búkmyndavélum hafi hann ekki heyrt fyrirmælin fyrir látunum á mótmælunum. „Ég hef ekkert á móti lögreglunni og það breyttist ekki eftir þetta en það er sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá. Þetta var skemmtun. Þeir voru ekki að vernda okkur eða bílana eða bygginguna. Þeir voru að gera þetta til að gera þetta,“ sagði Qussay um lögreglumennina á vettvangi og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu „verið litlir í sér“. Svo sársaukafullt Elía Hörpu Önundarson kom að því loknu og lýsti því sama og margir aðrir mótmælendur. Mótmælin hefðu farið fram með sama hætti og fjöldi annarra mótmæla sem höfðu verið skipulögð af sama tilefni. Í einni upptökunni má sjá Elía hlaupa að Qussay þegar lögregla er að spreyja að honum. Hán sagðist hafa viljað sýna Qussay stuðning. „Ég skildi ekki hvers vegna hann var að úða,“ sagði Elía og hán hafi viljað sýna Qussay stuðning. Það hafi verið úðað svo mikið á hann. „Það var svo sársaukafullt. Það brennur, ekki bara augun, heldur húðin líka.“ Elía var svo meðal þeirra sem lögðust á götuna þegar ráðherrabílnum var ekið fram hjá. Beiting piparúða telst vægari aðgerð við valdbeitingu en að nota kylfu eða skotvopn en harðari aðgerð en að nota skipanir og fjötra.Vísir/Elín Margrét „Þetta var táknræn aðgerð. Við vorum ekki tilbúin að ráðherra myndi yfirgefa fundinn án þess að ræða málefni Palestínu,“ sagði hán og svo: „Okkur var nóg boðið. Við vorum ekki að skemma eða meiða en lögðumst þarna niður,“ sagði Elía en að það hafi verið „spontant“ og tók fram að tilgangur mótmæla sé að „valda óþægindum“ og að það megi. Meiri harka Daníel Þór Bjarnason tók við að því loknu. Hann sagðist hafa mætt seint á mótmælin en hann hafi fundið mikinn hug í fólki, samstöðu, kraft og samheldni. Hann hafi á sama tíma upplifað „skæting og pirring“ í lögreglumönnum og meiri hörku. Svona lýsir hann aðstæðum í aðdraganda þess að lögregla beitti piparúða. Elía og Daníel ræða málin í hléi.Vísir/Vilhelm „Ég kem labbandi handan við hornið. Tilfinning mín var að aðstæður væru að stigmagnast. Ég er með símann í hendinni og kem labbandi. Áður en ég veit af er rifið í mig og ég segi við hann af hverju talarðu ekki við mig. Ef þú talar við mig þá get ég fylgt því sem þú segir,“ sagði Daníel og að lögreglumaðurinn hafi ekki gefið nein fyrirmæli áður en hann reif í hann. Á þessum tímapunkti er Daníel búinn að taka upp símann og er að taka allt upp. Stuttu seinna fær hann yfir sig piparúða en sagðist ekki hafa heyrt nein fyrirmæli frá lögreglunni. „Aldrei á neinum tímapunkti heyrði ég einhverjar skipanir“. Daníel sagðist hafa fundið fyrir piparúðanum í tvo sólarhringa. „Þetta var heldur óþægilegt, ekki góð tilfinning að fá þetta í augun.“ Áfall að verða fyrir svona árás Pétur Eggerz Pétursson gaf skýrslu að því loknu. Hann sagðist hafa verið báðum megin við lokun en verið staddur við efri lokun þegar lögregla beitti piparúðanum. „Ég upplifði mikla ringulreið og sjokk,“ sagði Pétur og að viðbrögð lögreglu hafi vakið óhug. „Það er mikið áfall að vera fyrir slíkri árás. Ég þurfti að leita mér áfallameðferðar út af miklu stressi,“ sagði Pétur. Mótmælendur hella yfir sig mjólf eftir að lögregla beitti piparúða.Vísir/Elín Margrét Hann hafi verið í nokkra daga að jafna sig á piparúðanum. „Augun voru ekki eðlileg fyrr en eftir fimm daga. Sjónin er verulega skert í 24 tíma, sviði og bruni,“ sagði Pétur sem leitaði sér aðhlynningar á bráðamóttöku. Þar hafi hann verið metinn í lagi. Bergþóra Snæbjörnsdóttir var svo síðustu stefnenda til að gefa skýrslu. Hún lýsti, eins og aðrir, að hún hafi upplifað mótmælin eins og önnur mótmæli, sem friðsamleg. Hún hafi haldið að mótmælin væru að klárast þegar aðstæður skyndilega breytast og lögregla fer að beita piparúða. Hún sagðist hafa hent sér í jörðina til að verða ekki fyrir úðanum. Lögreglan hafi þó sprautað á hana nokkrum sinnum og hún hafa upplifað það sem árás. „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða,“ sagði Bergþóra og að hún hafi verið rauð og með sviða í marga daga eftir. Hún hafi eftir þetta farið beint heim í sturtu. Ég lendi aldrei í líkamlegum átökum. Það er ekki eitthvað sem kemur fyrir mig. Það að vera beitt. Taugakerfið mitt fer alveg á fullt: hvað er að gerast hérna. Áhrifin eru mest þar. Að lögreglan sem ég hélt að ætti að vernda mig alveg eins mikið og einhvern annan, hafi gengið svona harkalega fram. Þetta var rosa sjokk. Ég hugsaði líka hvort þetta væri mér að kenna. En það var ekkert öðruvísi við þessi mótmæli og mótmælin sem voru fyrir. Bergþóra Snæbjörnsdóttir Hún sagðist hafa heyrt fyrirmæli lögreglu um að „fara burt“ en ekki skilið hvert hún ætti að fara. „Það sagði enginn viltu eða takk,“ sagði Bergþóra sem var síðust stefnenda til að gefa skýrslu. Á eftir henni komu nokkrir lögreglumenn og vitni og fluttu lögmenn stefnenda og ríkisins svo mál sitt. Gættu meðalhófs samkvæmt NEL Nefnd um eftirlit með lögreglu tók málið fyrir í júní í fyrra og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin. Lögregla var sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum og taldi nefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins. Sjá einnig: Notuðu piparúða á mótmælendur Í reglugerð um valdbeitingu lögreglumanna er fjallað um þau úrræði sem standa lögreglumönnum til boða og þau sett upp í röð eftir því hvernig þau stigmagnast. Efst í stigveldinu er skotvopn en fyrir neðan að kylfa og táragas þriðja efst. Fyrir neðan táragasið eru lögregluhundar, fjötrar, lögreglutök og skipanir. Í reglugerðinni segir að beiting úðavopns teljist vægari aðferð en beiting kylfu og er tekið fram að lögreglumenn verði að geta rökstutt beitingu úðavopna og ljóst þurfi að vera að önnur vægari úrræði hafi ekki dugað. „Almennt er ætlast til þess að beita úðavopni gegn manni innanhúss. Þó er unnt að beita efninu utanhúss en þá þarf að huga að vindátt. Reynt skal að sprauta á neðri hluta andlits. Það tekur efnið frá 1 - 30 sekúndur að hafa áhrif. Varað er við því að ekki er öruggt að efnið hafi tilætluð áhrif á einstakling sem er undir miklum áhrifum vímuefna eða er alvarlega geðtruflaður,“ segir í reglugerðinni. Greint verður frá vitnisburði lögreglumannanna á Vísi í fyrramálið sem sjá atburðina í Skuggasundi öðrum augum en mótmælendurnir. Fréttin hefur verið uppfærð. Myndböndum og myndum hefur verið bætt við. Uppfært klukkan 9:49 þann 24.2.2025. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. 27. júní 2024 13:34 Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Mótmælendur höfða mál á hendur ríkinu Daníel Þór Bjarnason er í hópi átta mótmælenda tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu þann 31. maí síðastliðinn sem hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þess sem þau kalla ólögmætrar og óhóflegrar valdbeitingar lögreglunnar. Undirbúningur er hafinn á höfðun dómsmáls á hendur embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 7. júní 2024 16:19 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Stefnendur eru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Hvert þeirra krefst 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Öll voru þau beitt piparúða og lýstu því fyrir dómi að hafa fundið fyrir áhrifum þess í nokkra daga eftir atburðina sjálfa. Áhrifin voru til dæmis mikill kláði, sviði og einhver þeirra lýstu því að hafa skolfið í nokkra klukkutíma eftir að hafa fengið úðann yfir sig. Þá lýstu þau einnig miklu áfalli og andlegum áhrifum þess til lengri og skemmri tíma að hafa fengið úðann yfir sig. Hvenær má beita valdi og hvernig má mótmæla? Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Aðalmeðferðin fór fram á föstudag sem þýðir að niðurstöðu megi vænta í málinu eftir fjórar vikur. Átta af níu stefnendum gáfu skýrslu á föstudag auk nokkurra lögreglumanna sem voru á vettvangi og vitna. Við aðalmeðferð var vel farið yfir aðstæður á vettvangi og markmið aðgerða lögreglunnar, sem var að koma ráðherrum til og frá dómsal og að halda allsherjarreglu. Fundur ráðherranna fór fram í húsnæði umhverfisráðuneytisins í Skuggasundi og hafði lögregla komið upp lokunum við báða enda Skuggasundsins auk þess sem þriðju lokuninni var komið fyrir í porti á milli húsa. Portið leiddi út á bílastæði þar sem bílstjórar einhverra ráðherranna höfðu lagt bílum þeirra á meðan fundi stóð. Skýringarmynd af þessu má sjá hér að neðan. Fyrstu mótmlendur voru mættir um 8.30 þegar fundur ráðherra hófst. Öllu var síðan lokið um klukkan 11. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Vísir/Sara Fjöldi í dómsal Töluverður fjöldi var viðstaddur aðalmeðferðina til að styðja stefnendur og mátti merkja mikinn samhug þeirra á milli. Þá mátti einnig sjá að þeim varð við þegar upptökurnar af mótmælunum voru spilaðar og þau tóku utan um hvort annað. Við aðalmeðferð var sýndur fjöldi upptaka úr farsímum fólks á vettvangi, úr öryggismyndavélum og úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru við vinnu. Lukka Sigurðarsdóttir var fyrst til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins.Vísir/Vilhelm „Fólki var mjög heitt í hamsi út af ástandinu en að öðru leyti var þetta ekkert öðruvísi,“ sagði Steinunn Lukka Sigurðardóttir við aðalmeðferð á föstudag um aðstæður þegar hún kom á mótmælin. Ástandið sem hún á við er stríðið á Gasa sem hafði á þessum tíma staðið í um hálft ár. Hópurinn sem kom saman til að að mótmæla var ósáttur við viðbragðsleysi stjórnvalda. Steinunn Lukka er ein þeirra sem fékk piparúða yfir sig og lýsti því þegar það gerðist, auk þess sem viðstaddir sáu myndband af því frá nokkrum sjónarhornum. Myndbandið var hluti dómsgagna en það má sjá að neðan. Sjá einnig: Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár „Ég sá vin minn á grúfu lögreglumann yfir honum með brúsa. Ég hugsaði ekki, ég ætlaði bara að hjálpa vini mínum,“ sagði Lukka og að áður en lögreglumaðurinn spreyjaði yfir hana hafi hún ekki fengið nein fyrirmæli um að færa sig. Í myndbandsupptökunum úr búkmyndavélum má þó heyra lögreglumanninn gefa fyrirmæli en hún sagðist ekki hafa heyrt þau. Hún lýsir því að hafa fengið mikið magn piparúða yfir sig og það sést í myndbandinu en Lukka er sú sem er í brúnu kápunni. „Ég man eftir augnaráði lögreglumannsins sem sprautaði á mig. Það var mjög grimmt og því fylgdu engin orð,“ sagði Lukka. Annar stefnenda, Nerea Enriquez Santos, sem sést í einu myndbandinu liggja á götunni og læsa sig við annan mótmælanda, lýsir því að hafa gert það til að finna samstöðu. Það hafi verið skyndiákvörðun. Hún sagðist, eins og aðrir, ekki hafa heyrt fyrirmæli lögreglunnar eða ekki fengið þau. Hún sagðist hafa séð lögreglu færa fólk af götunni en samt talið rétt að standa ekki upp. Tilgangur mótmælanna hafi verið að tefja för ráðherra og því hafi hún ekki staðið upp. Ekki sammála stefnu stjórnvalda „Af því að ástæðan fyrir því að allir voru þarna var að við vorum ekki sammála stefnu stjórnvalda í málum Palestínu og við vorum að sýna það. Þetta var besta lausnin,“ sagði Nerea við aðalmeðferðina. Þriðji stefnandinn, Lea María Lemarquis, lýsti því fyrir dómi að hafa mætt nokkuð yfirveguð á mótmælin þegar um klukkustund var liðin en hafi á sama tíma verið mjög ósátt við framgöngu stjórnvalda í málefnum Palestínu. Hún lýsir því að fólk hafi verið þreytt, kalt og blautt þegar hún mætti en nokkuð rigndi um morguninn. Fljótlega hafi hún séð trommur sem ekki voru í notkun og ákveðið að taka þær til að berja á þær og hrópa með. Í myndbandinu má sjá Leu ágætlega en hún er í grænni kápu og heldur á trommunni. Lea lýsti því í aðalmeðferðinni að hún hafi, stuttu eftir að hún mætti, skynjað að það væri hiti í fólki. Einn lögreglumannanna hafi rykkt stálgirðingu að henni og henni brugðið svo að hún hafi gargað á hann að gera munnleg fyrirmæli. Síðar á mótmælunum hafi hún mætt sama lögreglumanni sem hafi skipað henni upp á gangstétt en henni þótt fyrirmælin „fáránleg“ því hún hafi staðið á bílastæði. Hún hafi síðar lagst í jörðina og lögreglan svo dregið hana upp á gangsett. „Mér var mjög brugðið því þetta var rosalega harkalegt. Allur líkaminn skrapaðist,“ sagði Lea um þessar aðferðir lögreglunnar. Henni hafi verið brugðið því hún hafi búist við því að fólk yrði fjarlægt en ekki með þessum hætti. Önnur lokun lögreglunnar við efri enda Skuggasunds. Hér var ráðherrabílunum ekið inn til að skila ráðherrum á fund og til að sækja þá. Eftir það þurfti svo að aka bílunum í gegnum aðra álíka þvögu mótmælenda við aðra lokun neðst í Skuggasundi.Vísir/Elín Margrét Þá lýsti hún því einnig þegar hún fékk yfir sig piparúða. „Það var ekki hægt annað. Það var ekki úðað á mig af stuttu færi en það var mökkur í loftinu og ég blindaðist. Ég þurfti að þvo mér rækilega eftir þetta.“ Lea sagðist ekki hafa orðið vör við að mótmælendur væru að beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk. Þá kannist hún ekki við að mótmælendur væru að skipuleggja það. „Það var til dæmis óskipulagt að leggjast í jörðina. Ég fylgdi bara fordæmi annarra. Ákvörðunin er tekin hratt en fyrir mér er meiningin mjög djúp,“ sagði Lea. Hún hefði frá áramótum reynt að fá fund eða viðtal við ráðherra vegna undirskriftalista sem hún stóð fyrir í tengslum við ákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael í Alþjóðadómstólnum. Þar sakaði Suður-Afríka Ísrael um að fremja þjóðarmorð á Gasa. Fyrir mér horfði þetta þannig við mér að við höfðum verið svívirt og algjörlega vanvirt. Lea María Lögmaður ríkisins, Sonja Hjördís Berndsen, tók þá við og spurði Leu út í aðferðir lögreglunnar og hverju Lea hefði búist við frá lögreglu við þessar aðstæður og á hvaða hátt hún hefði búist við því að fólk yrði fjarlægt. Sjá einnig: Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi „Með vægari valdbeitingu. Ég bjóst við handtökum. Það hefði ekki komið mér í opna skjöldu þó fólk hefði verið handtekið,“ sagði Lea. Heyrði ekki fyrirmæli lögreglunnar Á eftir Leu kom Qussay Odeh sem er eini Palestínumaðurinn í hópi stefnenda. Hann sagði fyrir dómi að tilgangur mótmælanna, fyrir honum, hefði verið að fá ríkisstjórnina „til að gera eitthvað gegn þjóðarmorði“. „Ég er ekki bara Palestínumaður, ég er manneskja. Hvernig er hægt að horfa á þjóðarmorð og gera ekkert?“ sagði hann. Á myndinni má sjá tvo stefnendur, Elía og Nereu og túlkinn Gabríel.Vísir/Vilhelm Í upptökum úr búkmyndavélum og af samfélagsmiðlum má sjá Qussay standa á miðri götunni við efri lokunina og lögregluna spreyja á hann nokkrum sinnum. Hann haggast þó ekki við það. Sonja spurði hann hvers vegna hann færði sig ekki og hann sagðist ekki hafa heyrt fyrirmæli lögreglunnar. Hann tók fram að þó svo að fyrirmælin heyrist vel í upptökum úr búkmyndavélum hafi hann ekki heyrt fyrirmælin fyrir látunum á mótmælunum. „Ég hef ekkert á móti lögreglunni og það breyttist ekki eftir þetta en það er sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá. Þetta var skemmtun. Þeir voru ekki að vernda okkur eða bílana eða bygginguna. Þeir voru að gera þetta til að gera þetta,“ sagði Qussay um lögreglumennina á vettvangi og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu „verið litlir í sér“. Svo sársaukafullt Elía Hörpu Önundarson kom að því loknu og lýsti því sama og margir aðrir mótmælendur. Mótmælin hefðu farið fram með sama hætti og fjöldi annarra mótmæla sem höfðu verið skipulögð af sama tilefni. Í einni upptökunni má sjá Elía hlaupa að Qussay þegar lögregla er að spreyja að honum. Hán sagðist hafa viljað sýna Qussay stuðning. „Ég skildi ekki hvers vegna hann var að úða,“ sagði Elía og hán hafi viljað sýna Qussay stuðning. Það hafi verið úðað svo mikið á hann. „Það var svo sársaukafullt. Það brennur, ekki bara augun, heldur húðin líka.“ Elía var svo meðal þeirra sem lögðust á götuna þegar ráðherrabílnum var ekið fram hjá. Beiting piparúða telst vægari aðgerð við valdbeitingu en að nota kylfu eða skotvopn en harðari aðgerð en að nota skipanir og fjötra.Vísir/Elín Margrét „Þetta var táknræn aðgerð. Við vorum ekki tilbúin að ráðherra myndi yfirgefa fundinn án þess að ræða málefni Palestínu,“ sagði hán og svo: „Okkur var nóg boðið. Við vorum ekki að skemma eða meiða en lögðumst þarna niður,“ sagði Elía en að það hafi verið „spontant“ og tók fram að tilgangur mótmæla sé að „valda óþægindum“ og að það megi. Meiri harka Daníel Þór Bjarnason tók við að því loknu. Hann sagðist hafa mætt seint á mótmælin en hann hafi fundið mikinn hug í fólki, samstöðu, kraft og samheldni. Hann hafi á sama tíma upplifað „skæting og pirring“ í lögreglumönnum og meiri hörku. Svona lýsir hann aðstæðum í aðdraganda þess að lögregla beitti piparúða. Elía og Daníel ræða málin í hléi.Vísir/Vilhelm „Ég kem labbandi handan við hornið. Tilfinning mín var að aðstæður væru að stigmagnast. Ég er með símann í hendinni og kem labbandi. Áður en ég veit af er rifið í mig og ég segi við hann af hverju talarðu ekki við mig. Ef þú talar við mig þá get ég fylgt því sem þú segir,“ sagði Daníel og að lögreglumaðurinn hafi ekki gefið nein fyrirmæli áður en hann reif í hann. Á þessum tímapunkti er Daníel búinn að taka upp símann og er að taka allt upp. Stuttu seinna fær hann yfir sig piparúða en sagðist ekki hafa heyrt nein fyrirmæli frá lögreglunni. „Aldrei á neinum tímapunkti heyrði ég einhverjar skipanir“. Daníel sagðist hafa fundið fyrir piparúðanum í tvo sólarhringa. „Þetta var heldur óþægilegt, ekki góð tilfinning að fá þetta í augun.“ Áfall að verða fyrir svona árás Pétur Eggerz Pétursson gaf skýrslu að því loknu. Hann sagðist hafa verið báðum megin við lokun en verið staddur við efri lokun þegar lögregla beitti piparúðanum. „Ég upplifði mikla ringulreið og sjokk,“ sagði Pétur og að viðbrögð lögreglu hafi vakið óhug. „Það er mikið áfall að vera fyrir slíkri árás. Ég þurfti að leita mér áfallameðferðar út af miklu stressi,“ sagði Pétur. Mótmælendur hella yfir sig mjólf eftir að lögregla beitti piparúða.Vísir/Elín Margrét Hann hafi verið í nokkra daga að jafna sig á piparúðanum. „Augun voru ekki eðlileg fyrr en eftir fimm daga. Sjónin er verulega skert í 24 tíma, sviði og bruni,“ sagði Pétur sem leitaði sér aðhlynningar á bráðamóttöku. Þar hafi hann verið metinn í lagi. Bergþóra Snæbjörnsdóttir var svo síðustu stefnenda til að gefa skýrslu. Hún lýsti, eins og aðrir, að hún hafi upplifað mótmælin eins og önnur mótmæli, sem friðsamleg. Hún hafi haldið að mótmælin væru að klárast þegar aðstæður skyndilega breytast og lögregla fer að beita piparúða. Hún sagðist hafa hent sér í jörðina til að verða ekki fyrir úðanum. Lögreglan hafi þó sprautað á hana nokkrum sinnum og hún hafa upplifað það sem árás. „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða,“ sagði Bergþóra og að hún hafi verið rauð og með sviða í marga daga eftir. Hún hafi eftir þetta farið beint heim í sturtu. Ég lendi aldrei í líkamlegum átökum. Það er ekki eitthvað sem kemur fyrir mig. Það að vera beitt. Taugakerfið mitt fer alveg á fullt: hvað er að gerast hérna. Áhrifin eru mest þar. Að lögreglan sem ég hélt að ætti að vernda mig alveg eins mikið og einhvern annan, hafi gengið svona harkalega fram. Þetta var rosa sjokk. Ég hugsaði líka hvort þetta væri mér að kenna. En það var ekkert öðruvísi við þessi mótmæli og mótmælin sem voru fyrir. Bergþóra Snæbjörnsdóttir Hún sagðist hafa heyrt fyrirmæli lögreglu um að „fara burt“ en ekki skilið hvert hún ætti að fara. „Það sagði enginn viltu eða takk,“ sagði Bergþóra sem var síðust stefnenda til að gefa skýrslu. Á eftir henni komu nokkrir lögreglumenn og vitni og fluttu lögmenn stefnenda og ríkisins svo mál sitt. Gættu meðalhófs samkvæmt NEL Nefnd um eftirlit með lögreglu tók málið fyrir í júní í fyrra og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin. Lögregla var sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum og taldi nefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins. Sjá einnig: Notuðu piparúða á mótmælendur Í reglugerð um valdbeitingu lögreglumanna er fjallað um þau úrræði sem standa lögreglumönnum til boða og þau sett upp í röð eftir því hvernig þau stigmagnast. Efst í stigveldinu er skotvopn en fyrir neðan að kylfa og táragas þriðja efst. Fyrir neðan táragasið eru lögregluhundar, fjötrar, lögreglutök og skipanir. Í reglugerðinni segir að beiting úðavopns teljist vægari aðferð en beiting kylfu og er tekið fram að lögreglumenn verði að geta rökstutt beitingu úðavopna og ljóst þurfi að vera að önnur vægari úrræði hafi ekki dugað. „Almennt er ætlast til þess að beita úðavopni gegn manni innanhúss. Þó er unnt að beita efninu utanhúss en þá þarf að huga að vindátt. Reynt skal að sprauta á neðri hluta andlits. Það tekur efnið frá 1 - 30 sekúndur að hafa áhrif. Varað er við því að ekki er öruggt að efnið hafi tilætluð áhrif á einstakling sem er undir miklum áhrifum vímuefna eða er alvarlega geðtruflaður,“ segir í reglugerðinni. Greint verður frá vitnisburði lögreglumannanna á Vísi í fyrramálið sem sjá atburðina í Skuggasundi öðrum augum en mótmælendurnir. Fréttin hefur verið uppfærð. Myndböndum og myndum hefur verið bætt við. Uppfært klukkan 9:49 þann 24.2.2025.
Í reglugerð um valdbeitingu lögreglumanna er fjallað um þau úrræði sem standa lögreglumönnum til boða og þau sett upp í röð eftir því hvernig þau stigmagnast. Efst í stigveldinu er skotvopn en fyrir neðan að kylfa og táragas þriðja efst. Fyrir neðan táragasið eru lögregluhundar, fjötrar, lögreglutök og skipanir. Í reglugerðinni segir að beiting úðavopns teljist vægari aðferð en beiting kylfu og er tekið fram að lögreglumenn verði að geta rökstutt beitingu úðavopna og ljóst þurfi að vera að önnur vægari úrræði hafi ekki dugað. „Almennt er ætlast til þess að beita úðavopni gegn manni innanhúss. Þó er unnt að beita efninu utanhúss en þá þarf að huga að vindátt. Reynt skal að sprauta á neðri hluta andlits. Það tekur efnið frá 1 - 30 sekúndur að hafa áhrif. Varað er við því að ekki er öruggt að efnið hafi tilætluð áhrif á einstakling sem er undir miklum áhrifum vímuefna eða er alvarlega geðtruflaður,“ segir í reglugerðinni.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. 27. júní 2024 13:34 Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Mótmælendur höfða mál á hendur ríkinu Daníel Þór Bjarnason er í hópi átta mótmælenda tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu þann 31. maí síðastliðinn sem hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þess sem þau kalla ólögmætrar og óhóflegrar valdbeitingar lögreglunnar. Undirbúningur er hafinn á höfðun dómsmáls á hendur embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 7. júní 2024 16:19 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. 27. júní 2024 13:34
Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50
Mótmælendur höfða mál á hendur ríkinu Daníel Þór Bjarnason er í hópi átta mótmælenda tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu þann 31. maí síðastliðinn sem hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þess sem þau kalla ólögmætrar og óhóflegrar valdbeitingar lögreglunnar. Undirbúningur er hafinn á höfðun dómsmáls á hendur embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 7. júní 2024 16:19