„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 16:26 Vogaskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira