Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Þar segir einnig að yfirleitt verði hægari vindur sunnan heiða með hita tveggja til sjö stiga hita, en þar verði þó skúrir líklegir til að láta á sér kræla. Þrátt fyrir það verði ágætlega bjartir kaflar milli skúranna.
“Nú þegar þetta er skrifað er lægð við Nýfundnaland sem fer norðaustur í dag og stýrir veðrinu hjá okkur á morgun. Þá gengur í austan og norðaustan 10-18 m/s. Víða rigning, en slydda eða snjókoma í innsveitum og á heiðum á norðurhelmingi landsins. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. Mun hægari sunnan- og austanlands annað kvöld þegar miðja lægðarinnar hefur náð landi á þeim slóðum ef svo má segja,” segir í spá Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Austan og norðaustan 10-18 m/s. Víða rigning, en slydda eða snjókoma í innsveitum og á heiðum á norðurhelmingi landsins. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. Mun hægari sunnan- og austanlands um kvöldið.
Á mánudag:
Norðan 10-18 og snjókoma eða slydda á norðvestanverðu landinu framan af degi, annars hægari vindur og skúrir. Víða norðan og norðvestan 8-13 síðdegis. Snjókoma eða slydda á norðurhelmingi landsins, en þurrt sunnanlands. Kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt og dálítil él, en léttir til austanlands síðdegis. Vægt frost.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og él á stöku stað. Frost 1 til 10 stig, kaldast norðaustanlands.
Á föstudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri.