Innlent

Stjórnsýsluúttekt á lokun flug­brautarinnar og endur­greiðsla styrkja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á aðdraganda þess að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað. Málið sé með öllu óásættanlegt.

Stjórn Kennarasambandsins hefur farið fram á að fulltrúar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga greini frá afstöðu sinni gagnvart innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Formaður KÍ heldur því fram að höfnun sambandsins á tillögunni sé pólitísk - Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilji koma höggi á nýja ríkisstjórn.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við ritara Sjálfstæðisflokksins, sem er ósammála formannsframbjóðanda um að flokknum beri að endurgreiða 170 milljónir króna, sem hann fékk í ríkisstyrki árið 2022.

Við heyrum í tíu ára stelpu frá Vík í Mýrdal sem keppir í kvöld í úrslitum Eurovisionkeppni barna í Danmörku. Hún og vinkona hennar sömdu bæði lagið og textann.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×